Samtök ferðaþjónustunnar vekja athygli á frétt Skattsins um skráningu á gistináttaskattsskrá.
Þeir sem eru skyldugir til að standa skil á gistináttaskatt í ríkissjóð þurfa að nýskrá eða endurskrá sig. Fyrsti gjalddagi gistináttaskatts á árinu 2024 er 5. apríl nk.
Gistináttaskattur kom aftur til framkvæmda frá og með 1. janúar 2024 og ber því að innheimta gistináttaskatt og standa skil á honum í ríkissjóð vegna sölu á gistiaðstöðu að nýju.
Ríkisskattstjóri vekur athygli á að hverjum þeim sem skattskyldur er samkvæmt lögum um gistináttaskatt ber að tilkynna starfsemi sína til skráningar á gistináttaskattsskrá.
Opnað hefur verið fyrir tilkynningar um gistináttaskattsskylda starfsemi sem skilað skal með rafrænum hætti á þjónustuvef Skattsins.