Rafræn kosning til stjórnar Samtaka ferðaþjónustunnar er hafin og stendur fram yfir kynningu frambjóðenda á aðalfundi samtakanna sem fram fer fimmtudaginn 21. mars á Hilton Reykjavík Nordica.
Í ár verður kosið um þrjú almenn stjórnarsæti, til tveggja ára. Alls bárust sex framboð til stjórnar SAF. Eitt framboð barst til formanns SAF og er Pétur Óskarsson, framkvæmdastjóri Viator ehf. því sjálfkjörinn formaður.
Frambjóðendur til stjórnar SAF eru eftirtaldir í stafrófsröð – smellið á tenglana til að sjá kynningu frambjóðenda:
- Ásgeir Baldurs, forstjóri Arctic Adventures
- Björn Ragnarsson, forstjóri Icelandia
- Erna Dís Ingólfsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Íslandshótelum
- Hildur Guðbjörg Kristjánsdóttir, eigandi Midgard
- Ragnhildur Ágústsdóttir, stofnandi og eigandi Lava Show
- Sævar Guðjónsson, framkvæmdastjóri Ferðaþjónustunnar Mjóeyri við Eskifjörð
Hér má sjá kynningu á Pétri Óskarssyni:
Sem kunnugt er hefur hver félagsmaður atkvæðamagn á aðalfundi í hlutfalli við greitt félagsgjald í SAF um síðastliðin áramót. Hverjum heilum þúsund krónum greiddra félagsgjalda fylgir eitt atkvæði. Á atkvæðaseðlinum er tiltekið hversu mörg atkvæði fyrirtækið á rétt á í atkvæðagreiðslunni. Forsvarsmenn fyrirtækja í Samtökum ferðaþjónustunnar hafa fengið sendan tölvupóst með upplýsingum um kjörið.
Til að taka þátt í kjörinu smellir þú á tengilinn „Taka þátt“ hér að neðan og þá færist þú yfir á innskráningarsíðu. Eftir auðkenningu er atkvæðaseðillinn aðgengilegur. Athugið að einungis er hægt að kjósa einu sinni.
- Hlekkur: Taka þátt!
Könnuður ehf. annast rafrænar kosningar fyrir hönd Samtaka ferðaþjónustunnar. Öll meðhöndlun gagna tryggir að svör verða aldrei rakin til einstakra kjósenda.
Þeir félagsmenn sem lenda í vandræðum með að kjósa er bent á að senda tölvupóst á netfangið saf@saf.is