Með verkefninu Fræðsla til framtíðar býður Hæfnisetur ferðaþjónustunnar stjórnendum lítilla og meðalstórra ferðaþjónustufyrirtækja (<50 starfsmenn) ráðgjöf og aðstoð í allt að 20 klst. við að koma á markvissri fræðslu og þjálfun starfsfólks innan sinna fyrirtækja.
Markmið Fræðslu til framtíðar er að styðja við og valdefla stjórnendur fyrirtækja til að sjá sjálfir um fræðslugreiningu innan fyrirtækis og koma á fræðslu og þjálfun fyrir starfsfólk. Stjórnandinn verður því sjálfbær í að greina, koma á og viðhalda fræðslu – til framtíðar.
Ráðgjöfin getur meðal annars falið í sér:
– Greiningar á fræðsluþörf fyrir allt fyrirtækið
– Greiningar á fræðsluþörf fyrir ákveðin störf
– Skipulag nýliðaþjálfunar, annað hvort fyrir alla nýliða eða nýliða í ákveðnum störfum
– Stuðningur við starfsþróunarsamtöl
– Þjálfun á verkfærum Hæfnisetursins
Ráðgjöfin er styrkt af starfsmenntasjóðum SVS, Starfsafls og Landsmennt.
Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um Fræðslu til framtíðar á heimasíðu Hæfnisetri ferðaþjónustunnar eða með því að smella HÉR.