
Aðalfundur SAF 2023
Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar 2023 fer fram fimmtudaginn 30. mars á Fosshótel Stykkishólmi.
Fagnefndarfundir fara fram sama dag.
Dagskrá fundanna og nánari upplýsingar verða kynnt er nær dregur, en skráning á fundinn er hafin.
Þá auglýsir kjörnefnd eftir framboðum í stjórn SAF fyrir starfsárin 2023 – 2025 ásamt því að opið er fyrir framboð í fagnefndir fyrir starfsárið 2023 – 2024.
Félagsmenn í Samtökum ferðaþjónustunnar eru hvattir til að taka daginn frá og fjölmenna á aðalfundinn í Stykkishólmi fimmtudaginn 30. mars nk.
- Hlekkur: Skráðu þig á aðalfund SAF!
Allar nánari upplýsingar er að finna hér að neðan.
—
Kjörnefnd auglýsir eftir framboðum
Samkvæmt lögum SAF skal stjórn samtakanna skipa kjörnefnd sem hefur það hlutverk að undirbúa og hafa yfirumsjón með stjórnarkjöri á aðalfundi samtakanna.
Í kjörnefnd sitja:
- Eva María Þórarinsdóttir Lange, Pink Iceland
- Rannveig Grétarsdóttir, Elding hvalaskoðun
- Steingrímur Birgisson, Höldur bílaleiga
Kjörnefnd auglýsir hér með eftir framboðum til stjórnar SAF fyrir starfsárin 2023 – 2025. Samkvæmt lögum SAF skal stjórnarkjöri þannig háttað að annað hvert ár skal kjósa formann og þrjá meðstjórnendur en hitt árið eru hinir þrír meðstjórnendurnir í kjöri.
Að þessu sinni eru 3 meðstjórnendur í kjöri. Ekki er um formannskjör að ræða. Þeir tveir frambjóðendur til stjórnar sem ekki hljóta kosningu, en næstir koma þeim sem ná kjöri, teljast varamenn í stjórn til eins árs fram að næsta aðalfundi.
Framboð til embætta meðstjórnenda skulu hafa borist kjörnefnd skriflega eða rafrænt 14 dögum fyrir aðalfund, eða fimmtudaginn 16. mars 2023.
- Hægt er að senda framboð á netfangið saf@saf.is eða á kjörnefndarmenn beint, en netföng þeirra eru hér að ofan.
Samkvæmt lögum SAF ber kjörnefnd að tilkynna félagsmönnum tillögur sínar í síðasta lagi sjö dögum fyrir aðalfund, eða fimmtudaginn 23. mars 2023.
—
Framboð í fagnefndir fyrir starfsárið 2023 – 2024
Á fundi faghópa fimmtudaginn 30. mars eru kosnar fagnefndir fyrir starfsárið 2023 – 2024.
Eftirfarandi regla gildir: Félagsmenn, sem óska eftir að taka sæti í fagnefnd, eru beðnir að skila inn framboði fyrir kl. 12.00 miðvikudaginn 29. mars 2023.
Við hvetjum stjórnendur í ferðaþjónustu, konur jafnt sem karla, til að gefa kost á sér í fagnefndir. Þær eru mjög mikilvægar í grasrótarstarfinu. Framboðum skal skila rafrænt með því að smella á hlekkinn hér að neðan.
Rétt er að geta þess að einungis er hægt að skila inn framboði í EINA fagnefnd og skal framboðið vera staðfest af forsvarmanni / eiganda fyrirtækis.
- Hlekkur: Gefðu kost á þér í nefndarstarf SAF!
—
Bókaðu gistingu á Fosshótel Stykkishólmi
Aðalfundurinn fer fram á Fosshótel Stykkishólmi sem býður fundarmönnum sérkjör á gistingu dagana 29. og 30. mars 2023.
- Standard einstaklingsherbergi: 14.900 krónur herbergið á nóttina
- Standard tveggja manna herbergi: 17.400 krónur herbergið á nóttina
- Innifalið í herbergjaverði er þráðlaust net og morgunverður
- Hægt er að bóka gistingu með því að senda tölvupóst á netfangið stykkisholmur@fosshotel.is og taka fram að viðkomandi er að mæta á aðalfund SAF.
—
Nánari upplýsingar
Allar nánari upplýsingar um aðalfund SAF er hægt að fá hjá Skapta Erni Ólafssyni, upplýsingafulltrúa SAF, í gegnum netfangið skapti@saf.is eða í síma 899-2200.