Afhending nýsköpunarverðlauna ferðaþjónustunnar 2019

Afhending nýsköpunarverðlauna ferðaþjónustunnar 2019

Frá afhendingu nýsköpunarverðlauna SAF 2018. Hjónin Agnes Sigurðardóttir og Ólafur Þröstur Ólafsson, eigendur Bjórbaðanna ásamt Bjarnheiði Hallsdóttur, formanni Samtaka ferðaþjónustunnar og Elizu Reid, forsetafrú.

Nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar verða afhent við hátíðlega athöfn á afmælisdegi Samtaka ferðaþjónustunnar, mánudaginn 11. nóvember.

Verður þetta í 16. skipti sem SAF veita fyrirtæki innan samtakanna nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar, en forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson afhendir verðlaunin.

Í ár bárust 32 tilnefningar til nýsköpunarverðlauna ferðaþjónustunnar frá félagsmönnum í SAF. Að þessu sinni hefur dómnefnd tilnefnt þrjú fyrirtæki sem eiga kost á að hljóta verðlaunin, en þau eru í stafrófsröð:

Handhafi nýsköpunarverðlauna ferðaþjónustunnar 2019 verður síðan kynntur í athöfninni sem fer fram á Center Hotels (Lóu), Laugavegi 95-99 í Reykjavík, og hefst kl. 16.30 mánudaginn 11. nóvember.

Léttar veitingar verða á boðstólum og ferskir tónlistarmenn sjá um að góð stemning svífi yfir vötnum.

Eru félagsmenn í SAF og aðrir velunnarar nýsköpunar og ferðaþjónustu hvattir til að mæta á athöfnina.

  • Skráning fer fram HÉR.

Date

11 nóv 2019

Time

16:30 - 18:00