Áfram MICEland!

Dr. Rob Davidson

Áfram MICEland!

5. september næstkomandi munu SAF og Meet in Reykjavík standa fyrir hálfs dags ráðstefnu á Hilton Reykjavík Nordica undir yfirskriftinni “Áfram MICE-Land”

Ráðstefnan verður tvískipt: kl. 13:00 er vinnustofa einungis opin aðildarfélögum Meet in Reykjavík og kl. 15:00 bjóða Meet in Reykjavík og Samtök ferðaþjónustunnar til fundar um um vöxt, tækifæri og leitni í ráðstefnu-, viðburða og hvataferðaþjónustu hér á landi. Smellið hér til að skrá ykkur á fundinn.

Dagskrá:

13:00-15:00 Vinnustofa

15:00-15:30 Kaffihlé

15:30-17:00 Fundur

17:00-18:00 Léttar veitingar og spjall

Logo MiR transparent

SAF-logo

 

VINNUSTOFA 13:00-15:00

 

 • Vinnustofan er einungis opin aðildarfélögum Meet in Reykjavík; núverandi- og þeim sem hafa verið samþykktir í aðild á næsta ári. Skilyrði fyrir þátttöku er að vera búin að greiða aðildargjöld fyrir 31. ágúst 2019
 • Fyrirkomulag er hraðstefnumót þar sem birgjar, hótel, afþreyingafyrirtæki og aðrir sem þjónusta MICE ferðamenn geta kynnt vöruframboð sitt og helstu nýjungar fyrir starfsfólki hjá ferðaskrifstofum og söluaðilum (DMC/PCO)
 • Birgjar geta verið með kynningarborð eða kynningarstand og boðið upp á það kynningarefni sem þeir kjósa. Starfsmenn DMC/PCO ganga á milli
 • Hver fundur er 15 mín og við stefnum á að hver birgi nái að funda með öllum DMC/PCO
 • Ef þið hafið spurningar þá endilega hafið samband við starfsmenn Meet in Reykjavík
Þið skráið þátttöku á vinnustofu með því að senda póst á info@meetinreykjavik.is

 

FUNDUR 15:30-17:00

Dagskrá:

 • Fundarstjóri: Jóhannes Þór skúlason, Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar
 • Verðmæti MICE-ferðamanna: Sigurjóna Sverrisdóttir, Framkvæmdastjóri Meet in Reykjavík
 • Vöxt, nýsköpun og leitni í ráðstefnu-, viðburða og hvataferðaþjónustu: Dr. Rob Davidson flytur aðal erindi dagsins en hann hefur undanfarin 20 ár lagt stund á ráðgjafastörf, kennslu og rannsóknir á þróun viðskiptaferðamennsku.
 • Heiðursambassador Meet in Reykjavík: Arna Schram, Stjórnarformaður Meet in Reykjavík kynnir heiðursambassadir 2019
 • Ráðstefnuborgin Reykjavík: Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Formaður Borgarráðs
 • Netagerð og veitingar: Í boði Meet in Reykjavík og SAF

Date

05 sep 2019

Time

15:00 - 17:00

Meiri upplýsingar

Skráning á fundinn

Staðsetning

Hilton Reykjavík Nordica
Skráning á fundinn