Allt í volli, hvað svo?

Allt í volli, hvað svo?

Samtök ferðaþjónustunnar standa fyrir námskeiði fyrir stjórnendur um krísustjórnun og krísusamskipti í samvinnu við Aton.JL, samskiptafélag. Á námskeiðinu læra þátttakendur að greina hvernig best er að takast á við mismunandi tegundir krísa. Einnig hvernig er best að lágmarka þann skaða sem getur hlotist af því að lenda í krísu og ekki síst með hvaða hætti er hægt að fyrirbyggja óþarfa fjölmiðlakrísur með lélegum tilsvörum. Þá fá þátttakendur þjálfun í fjölmiðlaframkomu og læra að vinna viðbragðsáætlun til að takast á við krísur.

Bryndís Ísfold er ráðgjafi hjá Aton.JL, hún hefur haldið fjölda námskeiða um krísustjórnun og fjölmiðlaframkomu fyrir stjórnendur, hún er einnig aðjúnkt við Háskólann á Bifröst. Óðinn Jónsson er ráðgjafi hjá Aton.JL og fyrrverandi fréttastjóri á Ríkisútvarpinu til fjölda ára. Agnar Jón Egilsson er leikari og leikstjóri og hefur unnið með stjórnendum við fjölmiðlaþjálfun til fjölda ára

Takmarkað sætaframboð – skráðu þig hér: https://bit.ly/33LQ7vs

DAGSKRÁ:

Hvernig er best að bregðast við krísu?

09.30 – 09.45 Skráning – kaffi
09.45 – 10.30 Hvernig eru krísur ólíkar og er ábyrgðin ólík?
10.30 – 11.00 Hvernig á að svara fjölmiðlum í miðri krísu?
11.00 – 12.30 Æfum þetta!

  • Agnar Jón Egilsson, leikari og leiksstjóri og Óðinn Jónsson, ráðgjafi Aton.JL og fv. fréttastjóri fara yfir grunnatriðið í fjölmiðlaframkomu í miðri krísu.
  • Þátttakendur fá þjálfun í að svara spurningum fréttamanns við ólíkar aðstæður.

12.30 – 13.00 Matur

Bíddu, bíddu, er hægt að plana betur?

13.00 – 14.30 Viðbragðsáætlunargerð, sviðsmyndagreining og krísuteymi

14.30 – 15.00 Verkfærakassinn

  • Hvernig sækir þú réttu verkfærin þegar krísan skellur á?

Þekking að námskeiði loknu:

  • Kunna að greina um hvernig tegund krísu er að ræða
  • Greina bestu viðbrögð eftir aðstæðum
  • Stilla upp samskiptaleiðum við alla hagaðila
  • Kunna grunnatriði í samskiptum við fjölmiðla í krísu

Verð:

  • 34.900 kr. – félagsmenn í SAF
  • 44.900 kr. – aðrir

Takmarkað sætaframboð – skráðu þig hér: https://bit.ly/33LQ7vs

Date

21 nóv 2019

Time

09:30 - 15:00

Skipuleggjendi

Samtök ferðaþjónustunnar