Ferðaþjónustudagurinn 2019

Ferðaþjónustudagurinn 2019

Ferðaþjónustudagurinn 2019

Ferðaþjónustudagurinn 2019 fer fram í Silfurbergi í Hörpu miðvikudaginn 2. október. Skráning: https://bit.ly/2mhrFBs
Ray Salter
Aðalfyrirlesari dagsins er Ray Salter ráðgjafi hjá TRC New Zealand (https://www.trctourism.com/) og fyrrverandi ráðuneytisstjóri í ferðamálaráðuneyti Nýja Sjálands. Salter hefur starfað við ferðaþjónustu og umhverfismál í 30 ár og hefur yfirgripsmikla reynslu af stefnumótun, skipulagningu, þróun, rannsóknum og fjárfestingu í greininni. Frá 2011 hefur hann starfað við ráðgjöf varðandi stefnumörkun í ferðamálum og sjálfbærni í umhverfismálum sem tengjast ferðamannastarfsemi. Salter þekkir vel til uppbyggingar og áskorana ferðaþjónustu á Íslandi en undanfarin tvö ár hefur hann, ásamt Eflu, starfað með stjórnvöldum hér á landi að uppbyggingu Jafnvægisáss ferðamála sem birtur var í vor. Hann er einnig ráðgjafi stjórnvalda í vinnu við aðgerðabundna stefnumótun í ferðamálum til 2025 sem nú er nýhafin.

Date

02 okt 2019

Time

14:00 - 16:00
Harpa

Staðsetning

Harpa
Skráning á ferðaþjónustudaginn 2019