Menntamorgunn: Samskipti og líðan á vinnustað
Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og SAF boða til Menntamorguns ferðaþjónustunnar þriðjudaginn 3. október nk. kl. 11.30 – 12.15. Á fundinum verður sjónum beint að samskiptum og líðan á vinnustað með áherslu á fyrirbyggjandi aðgerðir gegn ofbeldi og áreitni.
Hægt verður að fylgjast með í streymi á Facebook viðburðinum.
Dagskrá:
EKKO Verkefnið: Verkfæri og fræðsluefni
Sara Hlín Hálfdanardóttir, sérfræðingur hjá Vinnueftirlitinu og verkefnisstjóri EKKO verkefnisins, og Fríða María Ólafsdóttir, sérfræðingur hjá Vinnueftirlitinu
Hvernig er heilsan á þínum vinnustað? Félagslegt öryggi
Íris Helga Gígju Baldursdóttir, sérfræðingur í vinnuvernd og markþjálfi hjá Auðnast
Stefnumörkun í mannauðsmálum lykilþáttur í bættri vinnustaðamenningu
Jónína Magnúsdóttir, mannauðsstjóri Blue Car Rental
Ábyrgð stjórnandans í erfiðum samskiptum
Katrín Kristjánsdóttir, sálfræðingur hjá Líf og Sál, sálfræði-og ráðgjafastofu
Fundarstjóri er Águst Elvar Bjarnason, verkefnastjóri hjá SAF.