Mín framtíð 2023

Mín framtíð 2023

Dagana 16. – 18. mars 2023 mun Verkiðn halda Mína framtíð – Íslandsmót iðn- og verkgreina og framhaldsskólakynningu í Laugardalshöllinni í samvinnu við mennta- og barnamálaráðuneytið, sveitarfélög og fagfélög iðn- og starfsgreina.

Mín framtíð verður sett með pomp og prakt fimmtudaginn 16. mars kl. 8.30 – 9.10 í Laugardalshöll.

Að lokinni opnunarhátíð hefst Íslandsmótið og framhaldsskólakynningin og er gestum boðið að kynna sér sýningarsvæðið.

Opnunartímar:

  • Fimmtudaginn 16. mars kl. 9 – 16
  • Föstudaginn 17. mars kl. 9 – 16
  • Laugardaginn 18. mars kl. 10 – 15

Laugardagurinn verður fjölskyldudagur – fræðsla og fjör!

Að þessu sinni keppt í 22 faggrein þar sem keppendur takast á við krefjandi og raunveruleg verkefni í samkeppni sem reynir á hæfni, skipulagshæfileika og fagmennsku.

Greinarnar eru:

Bakaraiðn, Bifreiðasmíði, Bílamálun, Fataiðn, Forritun, Framreiðsla, Grafísk miðlun, Gull- og silfursmíði, Hársnyrtiiðn, Húsasmíði, Kjötiðn, Matreiðsla, Málaraiðn, Málmsuða, Pípulagnir, Rafeindavirkjun, Rafvirkjun, Skrúðgarðyrkja, Snyrtifræði, Vefþróun, Veggfóðrun og dúkalögn og múraraiðn.

Á Minni framtíð sýna einnig 15 iðn- og verkgreinar á mótssvæðinu og leyfa gestum jafnvel að prófa handtökin. Þá kynnir 30 framhaldsskóli námsframboð sitt og auðvitað verður Iðan einnig með veglegan bás í höllinni.

Allar frekari upplýsingar má finna á vefnum Nám og störf.

Date

16 mar 2023 - 18 mar 2023

Time

08:30 - 15:00
Samtök ferðaþjónustunnar

Skipuleggjendi

Samtök ferðaþjónustunnar
Email
saf@saf.is
Website
http://www.saf.is