Samráðsfundur Norrænna ferðaþjónustusamtaka – Nordisk besöksnäring

Samráðsfundur Norrænna ferðaþjónustusamtaka – Nordisk besöksnäring

Haustfundur Nordisk Besöksnäring – samstarfsvettvangs Norrænna ferðaþjónustusamtaka verður haldinn í Reykjavík dagana 3.-4. október 2019. Haustfundinn sækja framkvæmdastjórar og upplýsingafulltrúar samtaka fyrirtækja í ferðaþjónusturekstri í löndunum fimm,  Horesta frá Danmörku, NHO Reiseliv frá Noregi, Visita frá Svíþjóð og Ma Ra frá Finnlandi, ásamt SAF frá Íslandi. Norrænu samtökin fjögur eru ólík SAF að því leyti að þau eru aðallega fulltrúar fyrirtækja í hótel og veitingarekstri, þó sum þeirra séu nokkuð víðari, en eru ekki heildarsamtök allra fyrirtækja í ferðaþjónustu eins og SAF.

Á fundinum varður farið yfir ýmis viðfangsefni í ferðaþjónustu á Norðurlöndum og mun Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra m.a. flytja erindi og taka þátt í umræðum á fundinum um samnorrænt samstarf í ferðaþjónustu, stefnumótun í ferðaþjónustu á Íslandi til 2030 og mikilvægi sjálfbærni í því samhengi.

Fundurinn er lokaður en SAf hvetur félagsmenn til að koma ábendingum og athugasemdum um málefni sem varðað geta norrænt samstarf eða eru sameiginleg áskorunarefni ferðaþjónustu á norðurlöndum til skrifstofu SAF fyrir fundinn, svo taka megi þau upp í umræðunum og setja þau á dagskrá samvinnunnar.

Date

04 okt 2019

Time

08:00 - 17:00
Harpa

Staðsetning

Harpa