Umhverfisdagur atvinnulífsins 2023: Á rauðu ljósi?
Umhverfisdagur atvinnulífsins verður haldinn hátíðlegur þann 21. nóvember í Norðurljósum, Hörpu milli kl. 09.00-11.00. Húsið opnar kl. 08.30 með morgunhressingu.
Allur nóvembermánuður verður eyrnamerktur umhverfismálum og þá sér í lagi Loftslagsvegvísum atvinnulífsins. Í júní afhentu ellefu atvinnugreinar Guðlaugi Þór Þórðarsyni umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra 332 tillögur að aðgerðum sem eiga að stuðla að auknum samdrætti í losun atvinnugreinanna, sjá hér: Loftslagsvegvísar atvinnulífsins.
Á deginum mun forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, tilkynna hvaða fyrirtæki hlýtur útnefninguna umhverfisfyrirtæki ársins 2023 ásamt því að veita viðurkenningu fyrir umhverfisframtak ársins.
Að Umhverfisdegi atvinnulífsins standa Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Samorka, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Samtök verslunar og þjónustu.