Aðalfundur SAF 23. mars 2022 er pappírslaus fundur. Dagskrá, upplýsingar um kosningar og önnur aðalfundargögn er að finna hér neðar á síðunni.
Beina útsendingu frá fundinum er að finna neðst á þessari síðu.
Dagskrá aðalfundar SAF 2022
Fagfundir, aðalfundur og netagerð fara fram á Grand Hótel Reykjavík miðvikudaginn 23. mars.
09.30 // Kaffi og kruðerí
Byrjum daginn á rjúkandi kaffibolla og kruðerí áður en haldið er inn í daginn.
10.00 // Fagfundir
Afþreyingarnefnd, bílaleigunefnd, ferðaskrifstofunefnd, flugnefnd, gististaðanefnd, hópbifreiðanefnd, siglinganefnd og veitinganefnd funda um allt Grand Hótel Reykjavík. Á fundunum verður farið yfir liðið starfsár hjá fagnefndum SAF, gestafyrirlesarar verða á fundunum ásamt því að kjörið verður í fagnefndir fyrir starfsárið 2022 – 2023.
12.00 // Hádegisverður
SAF bjóða fundarmönnum til hádegisverðar.
13.00 // Þjóðmál – umræður um ástand og horfur í ferðaþjónustu
Lilja Alfreðsdóttir, ferðamálaráðherra, Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins og Anna Hrefna Ingimundardóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri SA taka þátt í umræðunum sem Gísli Freyr Valdórsson, viðskiptaritstjóri Morgunblaðsins og ritstjóri Þjóðmála stýrir.
14.00 // Aðalfundur (dagskrá skv. lögum SAF)
1. Kjör fundarstjóra og fundarritara
2. Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár
3. Ársreikningur liðins starfsárs
4. Lagabreytingar
5. Ákvörðun um árgjald
6. Kosningar:
a. kosning meðstjórnenda *
b. kosning löggilts endurskoðanda
7. Önnur mál
* Samkvæmt lögum SAF skal stjórnarkjöri þannig háttað að annað hvert ár skal kjósa formann og þrjá meðstjórnendur en hitt árið eru hinir þrír meðstjórnendurnir í kjöri.
16.00 // Netagerð
Að afloknum aðalfundi bjóða SAF félagsmönnum í netagerð – léttar veitingar, ljúfa tóna og hressandi ferðaþjónustuspjall!
Kosningar til stjórnar SAF
Kosningar til stjórnar SAF á aðalfundi 2022 eru rafrænar. Kosningarnar fara fram á vefnum http://atvinnulif.is
Nánari upplýsingar um framkomin framboð og framkvæmd kosningarinnar er að finna hér: https://www.saf.is/2022/03/16/rafraenar-kosningar-i-addraganda-adalfundar-2022/
Fundir og kjör fagnefnda
Dagskrá fagnefndafunda: Smellið hér til að hlaða dagskránni niður á .pdf formi
Kosningar í fagnefndir SAF á aðalfundi 2022 fara fram á fundum fagnefnda á aðalfundi, fyrir hádegi 23. mars.
Nánari upplýsingar um framboð er að finna hér: https://www.saf.is/2022/03/16/frambod-i-fagnefndir-fyrir-starfsarid-2022-2023/
Aðalfundargögn
Ársskýrsluvefur SAF 2021: http://arsskyrsla2021.saf.is
Ársreikningur SAF 2021: Smellið hér til að opna ársreikninginn á .pdf formi
Tillaga um félagsgjald: Smellið hér til að opna tillöguna á .pdf formi
Tillaga um endurskoðanda: Smellið hér til að opna tillöguna á .pdf formi
Drög að áskorun aðalfundar: Smellið hér til að opna drögin á .pdf formi