Aðalfundargögn 2023

Aðalfundur SAF 30. mars 2023 í Stykkishólmi er pappírslaus fundur. Dagskrá, upplýsingar um kosningar og önnur aðalfundargögn er að finna hér neðar á síðunni. Beina útsendingu frá fundinum er að finna neðst á þessari síðu.

Dagskrá aðalfundar SAF 2023

10.00  //  Fagfundir – Dagskrá og staðsetning

Kosningar í fagnefndir SAF fara fram á fundum fagnefnda á aðalfundi, fyrir hádegi 30. mars 2023.

Afþreyingarfyrirtæki – Narfeyrarstofa / Neðri hæð
10.00    Ferðamálastjóri fjallar um nútíð og framtíð ferðaþjónustu
             Arnar Már Ólafsson, ferðamálastjóri
11.00    Skýrsla formanns, almennar umræður, ályktanir og kosning í afþreyinganefnd

Bílaleigur – Narfeyrarstofa / Efri hæð
10.00    Safe Travel og samstarf við bílaleigur
             Birna María Þorsteinsdóttir, verkefnastjóri Safe Travel
10.45    Gæði og öryggi slitlagsframkvæmda og slitlagsviðgerða
             Birkir Hrafn Jóakimsson, Vegagerðin
11.30    Skýrsla formanns, almennar umræður, ályktanir og kosning í bílaleigunefnd

Ferðaskrifstofur  – Fosshótel Stykkishólmur / Hátíðarsalur
10.00    Hvernig tökum við á móti auknum fjölda skemmtiferðaskipa?
             Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar
             Ásberg Jónsson, framkvæmdastjóri Travel Connect                        
11.00    Skýrsla formanns, almennar umræður, ályktanir og kosning í ferðaskrifstofunefnd

Flugfélög  – Fosshótel Stykkishólmur / Svíta
11.00    Hvert stefnir í flugi um Ísland með auknum álögum ESB?
11.45    Skýrsla formanns, almennar umræður, ályktanir og kosning í flugnefnd

GististaðirBæjarskrifstofur / Ráðhúsloftið
10.00     Starfsleyfi erlendra hótelskólanema – hvert er ferlið?
             Bryndís Axelsdóttir, Vinnumálastofnun
             Alda Karen Svavarsdóttir, Útlendingastofnun 
11.00    Skýrsla formanns, almennar umræður, ályktanir og kosning í gististaðanefnd

Hópbifreiðafyrirtæki – Sjávarborg / Kaffihús
10.00    Þróun aðgengis að ferðamannastöðum
             Þórólfur Gunnarsson, Sannir Landvættir
             Ingibjörg Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs
             Steinunn Hödd Harðardóttir, þjóðgarðsvörður Vatnajökulsþjóðgarði
11.00    Skýrsla formanns, almennar umræður, ályktanir og kosning i hópbifreiðanefnd

Veitingastaðir – Hótel Stykkishólmur / Fundaherbergi
10.00    Kynning á matarspori Eflu – Kolefnislosun og næringargildi matrétta
             Sigurður Loftur Thorlacius, verkfræðingur frá Eflu
11.00    Skýrsla formans, almennar umræður, ályktanir og kosning í veitinganefnd

Útgerðir farþegaskipa – Sæferðir/ Móttaka
10.00    Rekstrarumhverfi útgerðafyrirtækja í útsýnis- og skoðunarferðum
             Vilhjálmur Árnason, formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis
             Ingibjörg Ísaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokks
11.00     Skýrsla formanns, almennar umræður, ályktanir og kosning í siglinganefnd

12.00  //  Hádegisverður

Fosshótel Stykkishólmur býður upp á hádegisverð, verð er kr. 3.500.

13.00  //  Kynning á Ferðagögn.is, mælaborði Samtaka ferðaþjónustunnar, og á stöðu vinnu við stefnuramma og aðgerðaáætlun um ferðaþjónustu til 2030

Samtök ferðaþjónustunnar opnuðu nýverið vefinn https://ferdagogn.is þar sem birt eru ýmis gögn um umsvif og áhrif ferðaþjónustu í nærsamfélögum um allt land. Mælaborðið nýtist m.a. opinberum aðilum og fyrirtækjum við að glöggva sig á áhrifum ferðaþjónustu á sveitarfélög og íbúa þeirra. Undanfarna mánuði hafa SAF tekið þátt í vinnu á vegum Menningar- og viðskiptaráðuneytisins um uppfærslu á stefnuramma um ferðaþjónustu og gerð aðgerðaáætlunar um ferðaþjónustu til 2030. Staða vinnunnar verður kynnt.

14.00  //  Aðalfundur (dagskrá skv. lögum SAF)

1. Kjör fundarstjóra og fundarritara
2. Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár
3. Ársreikningur liðins starfsárs
4. Lagabreytingar
5. Ákvörðun um árgjald
6. Kosningar:
             a. kosning meðstjórnenda *
             b. kosning löggilts endurskoðanda
7. Önnur mál

* Samkvæmt lögum SAF skal stjórnarkjöri þannig háttað að annað hvert ár skal kjósa formann og þrjá meðstjórnendur en hitt árið eru hinir þrír meðstjórnendurnir í kjöri.

17.00  //  Gönguleiðsögn um Stykkishólm

Gengið er um Stykkishólm og saga bæjarins rifjuð upp, fyrir þá sem vilja. Hittumst í lobby kl. 16:55.

19.00  //  Fordrykkur og hátíðarkvöldverður

Bæjarstjórn Stykkishólms býður aðalfundargestum í fordrykk á Fosshótel Stykkishólmi og að því loknu verður gengið til kvöldverðar í hátíðarsal hótelsins.


Kosningar til stjórnar SAF

Kosningar til stjórnar SAF á aðalfundi 2023 eru rafrænar. Forsvarsmenn aðildarfyrirtækja hafa fengið upplýsingar um aðgang að atkvæðagreiðslunni sendar í tölvupósti. Atkvæðagreiðslan hófst kl. 16:00 þann 23. mars og henni lýkur að lokinni kynningu frambjóðenda á aðalfundinum í Stykkishólmi.
Hafið samband við Skapta Örn Ólafsson – skapti@saf.is – ef einhver vandkvæði koma upp varðandi atkvæðagreiðsluna.

Nánari upplýsingar um framkomin framboð er að finna hér: https://www.saf.is/2023/03/22/frambod-til-stjornar-saf-starfsarin-2023-2025/


Aðalfundargögn

Ársskýrsluvefur SAF 2022: http://arsskyrsla2022.saf.is

Ársreikningur SAF 2022: Smellið hér til að opna ársreikninginn á .pdf formi

Tillaga stjórnar um félagsgjald: Smellið hér til að opna tillöguna á .pdf formi

Tillaga stjórnar um endurskoðanda: Smellið hér til að opna tillöguna á .pdf formi

Drög að ályktun aðalfundar um flugsamgöngur og Evrópulöggjöf um losun gróðurhúsalofttegunda: Smellið hér til að opna drögin á .pdf formi


Bein útsending frá aðalfundi 2023: