Aðalfundargögn 2024

Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar 2024 fer fram fimmtudaginn 21. mars á Hilton Reykjavík Nordica. Fagnefndarfundir fara fram sama dag.

Skráning er hafin á aðalfund

Dagskrá fundanna og nánari upplýsingar verða kynnt er nær dregur, en skráning á fundinn er hafin.

Félagsmenn í SAF eru hvattir til að taka daginn frá og fjölmenna á aðalfundinn fimmtudaginn 21. mars nk.


Kjörnefnd auglýsir eftir framboðum

Þá auglýsir kjörnefnd eftir framboðum til formanns SAF og í stjórn samtakanna fyrir starfsárin 2024 – 2026.

Samkvæmt lögum SAF skal stjórn samtakanna skipa kjörnefnd sem hefur það hlutverk að undirbúa og hafa yfirumsjón með stjórnarkjöri á aðalfundi samtakanna.

Í kjörnefnd sitja:

  • Eva María Þórarinsdóttir Lange, Pink Iceland (eva@pinkiceland.is)
  • Lára B. Pétursdóttir, Sena (lara@sena.is)
  • Steingrímur Birgisson, Höldur bílaleiga (steini@holdur.is)

Kjörnefnd auglýsir hér með eftir framboðum til stjórnar og formanns SAF fyrir starfsárin 2024 – 2026. Formaður SAF er kjörinn til tveggja ára í senn. Samkvæmt lögum SAF skal stjórnarkjöri þannig háttað að annað hvert ár skal kjósa formann og þrjá meðstjórnendur en hitt árið eru hinir þrír meðstjórnendurnir í kjöri. Að þessu sinni er því kosið um formann og þrjú stjórnarsæti.

Þeir tveir frambjóðendur til stjórnar sem ekki hljóta kosningu, en næstir koma þeim sem ná kjöri, teljast varamenn í stjórn til eins árs fram að næsta aðalfundi.

Framboð til formanns og stjórnar skulu hafa borist kjörnefnd skriflega eða rafrænt 14 dögum fyrir aðalfund, eða fimmtudaginn 7. mars 2024.

Hægt er að senda framboð á netfangið saf@saf.is eða á kjörnefndarmenn beint, en netföng þeirra eru hér að ofan.

Samkvæmt lögum SAF ber kjörnefnd að tilkynna félagsmönnum tillögur sínar í síðasta lagi sjö dögum fyrir aðalfund, eða fimmtudaginn 14. mars 2024. Sama dag hefst rafræn kosning sem stendur fram að aðalfundi.


Lagabreytingar

Á aðalfundi SAF eru teknar fyrir lagabreytingar, hafi þær borist frá félagsmönnum til stjórnar í síðasta lagi 31. janúar ár hvert. Lög SAF er hægt að lesa HÉR, en tillögur skulu sendar á netfangið saf@saf.is


Nánari upplýsingar

Allar nánari upplýsingar um aðalfund SAF 2024 er hægt að fá hjá Skapta Erni Ólafssyni, upplýsingafulltrúa SAF, í gegnum netfangið skapti@saf.is eða í síma 899-2200.