Aðalfundur 2024

Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar 2024 fer fram fimmtudaginn 21. mars á Hilton Reykjavík Nordica.

Fagfundir hefjast kl. 10.00 og fara fram í fundarsölum á 2. hæð á Hilton Reykjavík Nordica. Aðalfundur SAF fer síðan fram kl. 14.00 í aðalsal hótelsins á 1. hæð.

Í hádeginu verður boðið upp á léttan hádegisverð og fyrir aðalfundinn kl. 13.00 verða umræður um ástand og horfur í ferðaþjónustu undir forystu Bjarnheiðar Hallsdóttur, formanns SAF. Að afloknum aðalfundi bjóða SAF síðan til móttöku þar sem léttar veitingar, tónlist og góð stemning verða á boðstólum.

Hér að neðan má finna dagskrá aðalfundar og fagfunda.

Önnur aðalfundargögn og upplýsingar um beina útsendingu frá fundinum verða send til félagsmanna á morgun, miðvikudaginn 20. mars.

Kosningar til stjórnar SAF á aðalfundi 2024 eru rafrænar. Forsvarsmenn aðildarfyrirtækja hafa fengið upplýsingar um aðgang að atkvæðagreiðslunni sendar í tölvupósti. Atkvæðagreiðslan í fullum gangi og lýkur að lokinni kynningu frambjóðenda á aðalfundinum á Hilton Reykjavík Nordica.


DAGSKRÁ AÐALFUNDAR SAF 2024

Aðalfundur og fagfundir fara fram á Hilton Reykjavik Nordica. Kosningar í fagnefndir SAF fara fram á fagfundum.

09.30 // Húsið opnar – Afhending barmmerkja á 2. hæð Hilton Reykjavík Nordica

10.00 // Fagfundir – Dagskrá og staðsetning

  • Útgerðir farþegaskipa fara í heimsókn í Viking-Life, Íshellu 7 í Hafnarfirði, kl. 9.30.

Afþreyingarfyrirtæki – Salur I á 2. hæð Hilton Reykjavík Nordica

10.00 Hvernig getur ferðaþjónusta betur nýtt sér sjálfvirkni

  • Eyþór Logi Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Evolv
  • Rebekka Rán Figueras Eriksdóttir, sérfræðingur hjá Evolv

11.00 Skýrsla formanns, almennar umræður, ályktanir og kosning í afþreyinganefnd

Bílaleigur – Salur E á 2. hæð Hilton Reykjavík Nordica

10.00 Hvað þarf til að bæta umferðaröryggi og samgöngur á bílaleigubílum?

  • Njáll Trausti Friðbertsson, alþingismaður

11.00 Skýrsla formanns, almennar umræður, ályktanir og kosning í bílaleigunefnd

Ferðaskrifstofur – Salur H á 2. hæð Hilton Reykjavík Nordica

10.00 Hvernig getur gervigreind orðið ferðaskrifstofum að gagni?

  • Brynjólfur Borgar Jónsson, framkvæmdastjóri Data Lab

11.00 Skýrsla formanns, almennar umræður, ályktanir og kosning í ferðaskrifstofunefnd

Flugfélög – Salur C á 2. hæð Hilton Reykjavík Nordica

10.30 Alda – Áhrif framkvæmda á flugumferð / Áhrif trjágróðurs í Öskjuhlíð á flugumferð

  • Ásdís Kristinsdóttir, forstöðumaður verkefnastofu Borgarlínu
  • Höskuldur Tryggvason, verkefnastjóri hjá Borgarlínu
  • Viðar Jökull Björnsson, flugvallastjóri Reykjavíkurflugvallar
  • Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks

11.30 Skýrsla formanns, almennar umræður, ályktanir og kosning í flugnefnd

Gististaðir – Salur G á 2. hæð Hilton Reykjavík Nordica

10.00 Hvernig geta gististaðir betur greint lykiltölur og nýtt gögn úr PMS kerfum??

  • Stefnir Agnarsson, framkvæmdastjóri rekstrarþjónustu GoDo

11.00 Skýrsla formanns, almennar umræður, ályktanir og kosning í gististaðanefnd

Hópbifreiðafyrirtæki – Salur F á 2. hæð Hilton Reykjavík Nordica

10.00 Framkvæmd eftirlits með innlendum og erlendum bifreiðum með ferðamenn

  • Sveinn K. Rúnarsson, yfirlögregluþjónn

11.00 Skýrsla formanns, almennar umræður, ályktanir og kosning i hópbifreiðanefnd

Veitingastaðir – Salur D á 2. hæð Hilton Reykjavík Nordica

10.00 Skýrsla formanns, almennar umræður, ályktanir og kosning í veitinganefnd
11.00 Kynning á nýgerðum kjarasamningum SA við Matvís og SGS/Eflingu fyrir veitingastaði og afþreyingu

  • Guðmundur Heiðar Guðmundsson, lögmaður SA

Útgerðir farþegaskipa – Salur K á 2. hæð Hilton Reykjavík Nordica // Heimsókn í Viking-Life, Íshellu 7 í Hafnarfirði

09.30 Kynning á björgunarbátum, regluverki og skoðunartíðni þeirra – Heimsókn í Viking-Life, Ísellu 7 Hafnarfirði

  • Hafþór Örn Kristinsson, Viking-Life
  • Einar Gylfi Haraldsson, Viking-Life

11.00 Skýrsla formanns, almennar umræður, ályktanir og kosning í siglinganefnd – Salur K á 2. hæð Hilton Reykjavík Nordica

12.00 // Hádegisverður – Forrými á 1. hæð Hilton Reykjavík Nordica

SAF bjóða þátttakendum á fagfundum og aðalfundi í léttan hádegisverð.

13.00 // Umræður um ástand og horfur í ferðaþjónustu – Aðalsalur á 1. hæð Hilton Reykjavík Nordica

Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður SAF, stýrir umræðum um ástand og horfur í ferðaþjónustu með áherslu á rekstrarumhverfi greinarinnar.

Þátttakendur í umræðum:

  • Arnar Már Ólafsson, ferðamálastjóri
  • Jón Bjarki Bentsson, aðalhagræðingur Íslandsbanka
  • Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs

14.00 // Aðalfundur (dagskrá skv. lögum SAF) – Aðalsalur á 1. hæð Hilton Reykjavík Nordica

  1. Kjör fundarstjóra og fundarritara
  2. Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár
  3. Ársreikningur liðins starfsárs
  4. Lagabreytingar
  5. Ákvörðun um árgjald
  6. Kosningar:
    a. kosning meðstjórnenda *
    b. kosning löggilts endurskoðanda
  7. Önnur mál
  • Samkvæmt lögum SAF skal stjórnarkjöri þannig háttað að annað hvert ár skal kjósa formann og þrjá meðstjórnendur en hitt árið eru hinir þrír meðstjórnendurnir í kjöri.

16.00 // Móttaka – Forrými á 1. hæð Hilton Reykjavík Nordica

Að afloknum aðalfundi bjóða SAF félagsmönnum til móttöku þar sem léttar veitingar, tónlist og góð stemning verða á boðstólum.


Framboð til formanns og stjórnar SAF

Í aðdraganda aðalfundar SAF 2024 sem fram fer fimmtudaginn 21. mars hefur kjörnefnd verið að störfum sem hefur það hlutverk að undirbúa og hafa yfirumsjón með stjórnarkjöri á aðalfundi samtakanna. Kjörnefnd hefur þegar auglýst eftir framboðum til stjórnar og formanns SAF fyrir starfsárin 2024 – 2026.

Í kjörnefnd sitja:

  • Eva María Þórarinsdóttir Lange, Pink Iceland (eva@pinkiceland.is)
  • Lára B. Pétursdóttir, Sena (lara@sena.is)
  • Steingrímur Birgisson, Höldur bílaleiga (steini@holdur.is)

Samkvæmt lögum SAF skal stjórnarkjöri þannig háttað að annað hvert ár skal kjósa formann og þrjá meðstjórnendur en hitt árið eru hinir þrír meðstjórnendurnir í kjöri.

Framboðsfrestur rann út fimmtudaginn 7. mars og skiluðu 7 aðilar inn framboði í stjórn SAF. Eitt framboð barst til formanns SAF, en Pétur Óskarsson, framkvæmdastjóri Viator ehf. gefur kost á sér og verður því sjálfkjörinn á aðalfundi samtakanna sem fram fer á Hilton Reykjavík Nordica, fimmtudaginn 21. mars nk.

Frambjóðendur til stjórnar SAF eru eftirtaldir í stafrófsröð – smellið á tenglana til að sjá kynningu frambjóðenda:

Kosningar á aðalfundi fara fram með rafrænum hætti líkt og undanfarin ár. Fyrirtækið Könnuður ehf. annast kosninguna fyrir hönd SAF, en hún fer fram í gegnum Þínar síður Húss atvinnulífsins.
Kosningin hefst fimmtudaginn 14. mars og lýkur á aðalfundardaginn fimmtudaginn 21. mars nk.


Framboð í fagnefndir fyrir starfsárið 2024 – 2025

Á fundi faghópa í tengslum við aðalfund SAF fimmtudaginn 21. mars eru kosnar fagnefndir fyrir starfsárið 2024-2025.

Fagnefndirnar eru mikilvægur liður í grasrótarstarfi samtakanna en þar gefst fyrirtækjum færi á að ræða sameiginleg álitamál og úrlausnarefni og stefnumarkandi málefni er varða viðkomandi starfsgreinar innan ferðaþjónustunnar.

Innan SAF starfa átta fagnefndir: afþreyingarnefnd, bílaleigunefnd, ferðaskrifstofunefnd, flugnefnd, gististaðanefnd, hópbifreiðanefnd, veitinganefnd og siglinganefnd.

Öllum félagsmönnum er heimilt að taka þátt í störfum þeirra faghópa sem falla undir hans starfsemi, en við kosningu til hverrar nefndar hefur hvert aðildarfyrirtæki eitt atkvæði. Rétt er að geta þess að einungis er hægt að skila inn framboði í eina fagnefnd og skal framboðið staðfest af forsvarsmanni eða eiganda fyrirtækis.

Félagsmenn, sem óska eftir að taka sæti í fagnefnd, eru beðnir að skila inn framboði fyrir lok dags mánudaginn 18. mars. Framboðum skal skila rafrænt með því að smella á hlekkinn hér að neðan.


Lagabreytingar

Á aðalfundi SAF eru teknar fyrir lagabreytingar, hafi þær borist frá félagsmönnum til stjórnar í síðasta lagi 31. janúar ár hvert. Lög SAF er hægt að lesa HÉR, en tillögur skulu sendar á netfangið saf@saf.is


Nánari upplýsingar

Allar nánari upplýsingar um aðalfund SAF 2024 er hægt að fá hjá Skapta Erni Ólafssyni, upplýsingafulltrúa SAF, í gegnum netfangið skapti@saf.is eða í síma 899-2200.