Hvað gerir aðild að SAF fyrir þitt fyrirtæki?

Sterkari saman!

SAF er þinn vettvangur til að vinna að þeim breytingum sem þú vilt sjá í íslenskri ferðaþjónustu, hvort sem um er að ræða regluverk, rekstar- og samkeppnisumhverfi, stefnumótun eða annað sem snertir rekstur fyrirtækja í atvinnugreininni. 

Öflug ferðaþjónusta og gott rekstrarumhverfi verður til með samstilltu átaki allra sem að henni koma. Með sterku samstarfi um öflugan málsvara geta ferðaþjónustufyrirtæki bætt samkeppnishæfni og starfsskilyrði og eflt nýsköpun og fagmennsku. Við erum sterkari saman!

Samtakamátturinn er þinn lykill að betri árangri

Ferðaþjónustuaðilar standa frammi fyrir fjölda áskorana:
  • Krefjandi starfsmannamál, ráðningasamningar, kaup og kjör, þjálfun starfsfólks, ágreiningur við stéttarfélög o.s.frv.
  • Flókið rekstrarumhverfi þar sem erfitt getur verið að finna réttu leiðirnar fyrir þitt fyrirtæki
  • Lög og reglugerðir stjórnvalda og opinberra stofnana sem flækja hlutina
  • Aukinn kostnaður vegna skatta og gjalda sem ríki og sveitarfélög leggja á gerir rekstrinum erfitt fyrir
  • Að finna öflugustu leiðirnar til að byggja upp og viðhalda fagmennsku og gæðum í starfseminni
  • Erfiðleikar við að koma málum á framfæri við stærri aðila s.s. stjórnvöld, sveitarfélög, þjóðgarða og aðrar opinberar stofnanir
Þitt fyrirtæki þarf ekki að standa eitt frammi fyrir þessum stóru verkefnum. Aðild að SAF er öflugasta leiðin til að mæta áskorununum sameiginlega, með því að ferðaþjónustan tali einni röddu og vinni sameiginlega að sameiginlegum hagsmunamálum.

VIÐ STÖNDUM FYRIR FAGMENNSKU Í FERÐAÞJÓNUSTU

Samtök ferðaþjónustunnar eru til fyrir þig

Frá árinu 1998 hafa íslensk ferðaþjónustufyrirtæki gætt sameiginlegra hagsmuna sinna undir merkjum SAF.

Meginhlutverk SAF er:

  • að gæta sameiginlegra hagsmuna félagsmanna sinna,
  • að vinna að því að fyrirtækin búi við starfsskilyrði sem gera þau samkeppnishæf á alþjóðamarkaði
  • að stuðla að því að ferðaþjónusta á Íslandi byggi á virðingu fyrir landi og þjóð.

Samtökin stuðla einnig að:

  • heilbrigðri samkeppni í íslensku atvinnulífi
  • nýsköpun og fagmennsku sem öflugum stoðum framtíðar ferðaþjónustunnar
  • samkeppnishæfum rekstrarskilyrðum og heilbrigðri samkeppni

Í gegn um SAF talar ferðaþjónustan einni og öflugri röddu gagnvart stjórnvöldum, fjölmiðlum og öðrum sem mikilvægt er að ferðaþjónustan eigi góð og uppbyggileg samskipti við.

SAF starfa einnig með öðrum hagsmunasamtökum og eru ein af sex aðildarsamtökum Samtaka atvinnulífsins.

aF HVERJU ÆTTI ÞITT FYRIRTÆKI AÐ VERA Í SAF?

TIL AÐ HAFA STARFSMANNA- OG KJARAMÁLIN Á HREINU

Ef þú vilt hafa allt þitt á hreinu þegar kemur að kjara- og starfsmannamálum, þá erum við til staðar fyrir þig. Og ef eitthvað kemur upp á og þú þarft á hjálp að halda, m.a. í samskiptum við stéttarfélög, þá geturðu leitað til okkar.

 

TIL AÐ LÁTA Í ÞÉR HEYRA!

Ef þú vilt hafa áhrif á stjórnvöld og hið opinbera er SAF besti vettvangurinn til þess. Með sameiginlegri röddu náum við mun meiri árangri en nokkuð eitt fyrirtæki getur gert.

 

TIL AÐ FÁ AÐSTOÐ OG LEIÐSÖGN

Ef þú veist ekki hvert þú átt að leita með hin ýmsu mál, þá er SAF fyrsta stoppið. Starfsfólk okkar þekkir ferðaþjónustugeirann út og inn og getur ýmist aðstoðað þig beint, eða komið þér í samband við aðila sem geta aðstoðað.

 

TIL AÐ EFLA FYRIRTÆKIÐ ÞITT MEÐ FRÆÐSLU

Fræðsla og menntun starfsfólks til að efla reksturinn er kostnaðarsöm. Starfsfólk SAF getur leiðbeint þér í frumskógi styrkja til starfsmenntunar og aðstoðað þig við að fá fjármagn til fræðslu í þínu fyrirtæki.

 

TIL AÐ EFLA TENGSLANETIÐ

Tengslanetið er verðmætt og besta leiðin til að byggja það upp, hvort sem er til að stofna til viðskiptasambanda eða bara til að deila reynslu, er að nýta þann vettvang sem SAF býður upp á.

 

TIL AÐ HAFA ÁHRIF!

Grasrótarstarf SAF er öflugasta leiðin fyrir þig til að hafa áhrif á umhverfi ferðaþjónustunnar á Íslandi. Taktu þátt, bjóddu þig fram í nefndir, ráð og stjórn og láttu í þér heyra!

 

TIL AÐ EFLA REKSTURINN

Það er að ýmsu að huga í rekstri fyrirtækis. SAF og Litla Ísland geta vísað þér rétta leið í mörgu sem viðkemur rekstri fyrirtækisins þíns, auk þess sem boðið er upp á heilmikla og vandaða rekstrarfræðslu.

 

TIL AÐ VERA MEÐ PUTTANN Á PÚLSINUM

Það getur verið full vinna út af fyrir sig að fylgjast með í ‘bransanum’. Með aðild að SAF veistu að þú getur verið með puttann á púlsinum og fengið þær upplýsingar sem þú þarft – allt á einum stað.

 

TIL AÐ BYGGJA UPP JÁKVÆÐA ÍMYND

Stuðlaðu að jákvæðri og uppbyggilegri umræðu um íslenska ferðaþjónustu og sjáðu til þess að rangfærslur séu leiðréttar og réttum staðreyndum komið á framfæri. Með samstilltri röddu ferðaþjónustufyrirtækja í gegnum SAF getum við látið mun sterkar í okkur heyra. #burtmeðbullið

 

TIL AÐ TENGJAST ÚT Í HEIM

Ef þú vilt komast í samband við erlenda hagsmunaaðila í ferðaþjónustu þá hefur SAF sterkt erlent tengslanet og getur aðstoðað þig við að komast í samband við þá aðila sem þú vilt tala við.

 

STÖNDUM SAMAN UM FAGMENNSKU Í FERÐAÞJÓNUSTU!

Fyrir hverja er saf?

SAF er sameiginlegur vettvangur, sameiningartákn og málsvari ferðaþjónustufyrirtækja á Íslandi.  

Innan samtakanna starfar fjölbreyttur hópur fyrirtækja í ýmsum geirum: 

Afþreying

Bílaleigur

Flugrekstur

Ferðaskrifstofur

Hópbifreiðar

Gististaðir

Skiparekstur

Veitingastaðir

HVAÐ GERIR SAF FYRIR FYRIRTÆKIÐ ÞITT?

Fáðu þjónustu í kjara- og starfsmannamálum hjá SAF og SA 

  • SA er mótaðili stéttarfélaganna og stjórnvalda í kjarasamningum
  • SAF og SA er fyrir fyrirtækin það sem stéttarfélögin eru fyrir starfsfólk
  • SAF veitir félagsmönnum upplýsingar um kjarasamninga og vinnumarkaðsmál
  • SAF og SA aðstoða félagsmenn við lögfræðileg álitaefni, túlkun kjarasamninga og ágreiningsmál við starfsmenn
  • SAF og SA veita aðgang að ítarlegum upplýsingum um vinnumarkaðsmál, m.a. ráðningarsamninga og starfsmannahald

Vertu hluti af samtakamætti greinarinnar gagnvart stjórnvöldum og opinberum aðilum

  • SAF eru reglulegur og mikilvægur samstarfsaðili stjórnvalda í öllum málefnum er varða ferðaþjónustu á Íslandi
  • SAF koma áliti og skoðunum ferðaþjónustunnar á framfæri við Alþingi, ráðuneyti og stofnanir stjórnvalda
  • SAF veita umsagnir um lagafrumvörp sem snerta ferðaþjónustu og atvinnulíf
  • SAF veita alþingismönnum, sveitarstjórnarfólki, ráðherrum, forstöðumönnum stofnana og öðrum sem vinna að ákvörðunum sem snerta ferðaþjónustu upplýsingar og greiningar um stöðu greinarinnar og áhrif ákvarðana þeirra á fyrirtæki og rekstrarumhverfi
  • SAF eiga samskipti fyrir hönd félagsmanna við opinberar stofnanir, s.s. Samgöngustofu, Vegagerðina, Þjóðgarða o.fl.

Þú átt sterkt bakland í SAF sem þú getur alltaf leitað til

  • Fáðu aðstoð við úrlausn mála, m.a. með lögfræðiráðgjöf
  • Fáðu aðstoð við úrlausn mála gagnvart opinberum aðilum og samskipti við opinberar stofnanir
  • Fáðu aðstoð við vinnumarkaðs- og kjaramál, gerð ráðningarsamninga, starfslokasamninga og aðra samninga við starfsfólk o.s.frv.
  • Ef þú veist ekki hvert þú átt að snúa þér er SAF fyrsti viðkomustaður og starfsfólk okkar getur alltaf vísað þér leiðina

SAF vinna að öflugri fræðslu og menntun fyrir starfsfólk og fyrirtæki í ferðaþjónustu

  • Með öflugu fræðslustarfi innan samtakanna
  • Með öflugu fræðslustarfi með samstarfsaðilum
  • Með öflugri upplýsingagjöf um alla þá fræðslu- og menntunarkosti sem standa íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum til boða
  • Með samstarfi við Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, Iðuna og aðra aðila sem vinna að fræðslu og menntun í atvinnulífinu
  • Með samstarfi við ráðuneyti menntamála og önnur stórnvöld um framtíð menntamála í ferðaþjónustu og atvinnulífinu í heild

SAF og SA aðstoða þig við að efla rekstrarfærni þína og samkeppnishæfni

  • Eflir forvarnir og stuðlar að bættu rekstrarumhverfi minni fyrirtækja
  • Gætir hagsmuna og styrkir rödd lítilla fyrirtækja í atvinnulífinu
  • Undirstrikar mikilvægi lítilla fyrirtækja í atvinnulífinu fyrir stjórnvöldum og almenningi
  • Eflir lítil fyrirtæki í rekstri með ýmiskonar stuðningi og fræðslu

Hjá SAF færðu aðgang að mikilvægum upplýsingum um atvinnugreinina sem  geta nýst fyrirtækinu þínu

  • Regluleg útgáfa upplýsinga um og fyrir ferðaþjónustuna
  • Greining hagtalna og annarra nauðsynlegra gagna
  • Eftirlit og miðlun gagnlegra upplýsinga hvaðanæva af til félagsmanna
  • Gerir þér kleift að nýta ‘benchmarking’ í alþjóðlegum samanburði á hinum ýmsu sviðum
  • Upplýsingafundir á vegum SAF og með fjölda samstarfsaðila

Grasrótarstarf SAF veitir þér tækifæri til að láta í þér heyra og hafa áhrif!

  • Hafðu áhrif á þau mál sem eru í deiglunni hverju sinni
  • Hafðu áhrif á þau mál sem SAF tekur upp við stjórnvöld og þar með áhrif á stefnu stjórnvalda og ákvarðanir varðandi ferðaþjónustuna
  • Hafðu áhrif á málflutning í fjölmiðlum og samfélagsumræðu um ferðaþjónustu
  • Innan SAF eru starfræktar átta fagnefndir sem í eiga sæti fulltrúar fyrirtækja í samtökunum, hvert á sínu sviði

Aðild að SAF er gæðastimpill fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki

  • Einkunnarorð SAF eru Fagmennska í ferðaþjónustu
  • Við leggjum mikla áherslu á að vinna með félagsmönnum og stjórnvöldum til að efla fagmennsku og aðstoða fyrirtæki við að byggja upp og viðhalda fagmennsku og gæðum í ferðaþjónustu
  • Það er kappsmál okkar að fólk geti treyst því að þegar það á viðskipti við aðildarfyrirtæki SAF eigi það viðskipti við fyrirtæki sem vinna af fagmennsku á öllum sviðum
  • Við viljum vinna með þér við að efla fagmennsku og gæði í þínu fyrirtæki

 

SAF stuðlar að jákvæðri og uppbyggilegri umræðu um ferðaþjónustuna – #burtmeðbullið

  • SAF fylgist með umræðunni og kemur sjónarmiðum ferðaþjónustunnar á framfæri, leiðréttir rangfærslur og kemur réttum staðreyndum á framfæri
  • SAF stendur fyrir jákvæðri og uppbyggilegri umræðu um ferðaþjónustu í samfélaginu
  • SAF er í daglegum samskiptum við fjölmiðla um staðreyndir og ímynd ferðaþjónustunnar
  • SAF nýtir fjölmiðla, samfélagsmiðla og önnur samskipti til að koma uppbyggilegum staðreyndum til skila í umræðu um ferðaþjónustu á Íslandi
  • SAF upplýsir áhrifaríka aðila í opinberri umræðu um staðreyndir og mikilvæga þætti í íslenskri ferðaþjónustu
  • SAF aðstoðar þig við að koma þínum sjónarmiðum á framfæri við fjölmiðla og opinbera umræðu

 

SAF er samstarfsaðili fyrir þína hönd við opinbera- og einkaaðila í mikilvægum verkefnum sem varða ferðaþjónustuna

  • SAF starfar með Íslandsstofu og stjórnvöldum að eflingu markaðssetningarverkefna Íslandsstofu.
  • SAF eiga í góðu samstarfi við ráðuneyti og stofnanir, s.s. Ferðamálastofu, ferðamálaráð og fleiri aðila sem koma að stjórnsýslu ferðamála. 
  • SAF starfar með Landsbjörg að Safe Travel verkefninu sem hefur náð miklum árangri í veitingu upplýsinga til ferðamanna um mikilvæg atriði í ferðalögum um Ísland. Verkefnið er m.a. fjármagnað með framlögum frá fyrirtækjum innan SAF

SAF byggir upp og veitir þér aðgang að sterku tengslaneti fyrirtækja í ferðaþjónustu

  • Í gegnum grasrótarstarf 
  • Í gegnum starf fagnefnda og annað innra starf SAF
  • Í gegnum námskeið, fyrirlestra, umræðufundi og aðra viðburði

SAF er fulltrúi fyrirtækja í ferðaþjónustu í samstarfi við Neytendasamtökin

  • Fyrirtæki í SAF fá aðild að úrskurðarnefnd SAF og Neytendasamtakanna sem sker úr um ágreiningsmál sem upp kunna að koma við neytendur þjónustunnar. Með innleiðingu EES reglna 2019 er öllum fyrirtækjum skylt að vera aðilar að slíkri úrskurðarnefnd. Einfaldasta leið fyrirtækja til að uppfylla skyldu laganna er að vera aðili að SAF

SAF eflir ferðaþjónustuna með því að vera tengiliður við og aðili að alþjóðasamstarfi hagsmunasamtaka í ferðaþjónustu

  • SAF á í reglulegu samráði við Norræn ferðaþjónustusamtök, m.a. um sameiginlega hagsmuni, lagasetningu, reynslu af reglusetningu og sameiginlegt þrýstistarf gagnvart stjórnvöldum
  • SAF er hluti af HOTREC, evrópusamtökum hótel og veitingaaðila, sem m.a. veita Evrópusambandinu mikilvægt aðhald varðandi lagasetningu og reglugerðir um ferðaþjónustu sem hafa áhrif á Íslandi í gegn um EES samninginn. Á vettvangi HOTREC er einnig unnið í samstarfi að ýmsum málefnum sem hafa áhrif á ferðaþjónustuaðila í Evrópu, s.s. OTA’s, nýtingu tækniþróunar, deilingu upplýsinga og þekkingar milli landa o.s.frv.
  • SAF á í ýmsum samskiptum við hagsmunasamtök ferðaþjónustu víða í heiminum eftir því sem aðstæður kalla á, t.d. um miðlun þekkingar, upplýsinga og reynslu, samanburð regluverks og lagasetningar o.fl.

 

SAF hvetur til góðra verka innan ferðaþjónustunnar m.a. með því að verðlauna það sem vel er gert

  • Verðlaun til fyrirmyndarfyrirtækja í ábyrgri ferðaþjónustu
  • Nýsköpunarverðlaun SAF
  • Ritgerðarverðlaun til útskriftarnemanda í ferðamálafræði

LÁTTU ÖFLUGAN MÁLSVARA VINNA FYRIR ÞIG

REIKNAÐU FÉLAGSGJALD FYRIRTÆKISINS ÞÍNS

ALGENGAR SPURNINGAR OG SVÖR

Ef þú hefur frekari spurningar varðandi aðild að SAF ekki hika við að senda okkur línu á saf(hjá)saf.is. Við munum ýmist svara þér í gegnum tölvupóst eða hafa samband símleiðis. Svo er alltaf heitt á könnunni á skrifstofu SAF í Húsi atvinnulífsins í Borgartúni 35. Við hlökkum til að sjá ykkur!

VINNUM SAMAN - VERTU MEÐ!