Við erum sterkari saman!
Íslensk ferðaþjónustufyrirtæki hafa starfað saman að hagsmunamálum sínum og talað einni röddu gagnvart stjórnvöldum og fjölmiðlum í 25 ár. Samtök ferðaþjónustunnar eru ein af sex aðildarsamtökum Samtaka atvinnulífsins.
Öflug ferðaþjónusta og gott rekstrarumhverfi verður til með samstilltu átaki allra sem að henni koma. Með sterku samstarfi um öflugan málsvara geta ferðaþjónustufyrirtæki bætt samkeppnishæfni og starfsskilyrði og eflt nýsköpun og fagmennsku.
Við höfum verið samtaka í 25 ár og við erum sterkari saman!
Hvers vegna eru fyrirtæki aðilar að SAF?
Fjöldi rekstraraðila í ferðaþjónustu telur það skipta sín fyrirtæki miklu máli að vera aðilar að Samtökum ferðaþjónustunnar. Aðild getur haft sömu þýðingu fyrir þitt fyrirtæki.
LÁTTU OKKUR VINNA FYRIR ÞIG
Samtök ferðaþjónustunnar eru sterkasti vettvangurinn sem þú getur nýtt þér til að vinna að þeim breytingum sem þú vilt sjá í íslenskri ferðaþjónustu.
Með aðild að SAF færð þú aðgang að margs konar þjónustu og ráðgjöf starfsfólks SAF og SA, þar á meðal um allt sem viðkemur starfsmannahaldi og kjarasamningum, rekstur og rekstrarumhverfi fyrirtækja og upplýsingar um styrki til fræðslu og mannauðsmála í fyrirtækinu.
Við aðstoðum þig við samskipti fyrirtækisins þíns við opinberar stofnanir, leiðbeinum þér um frumskóg regluverksins og tölum máli fyrirtækisins þíns gagnvart stjórnsýslunni.
Með þátttöku í fagnefndastarfi SAF getur þú tekið mál sem skipta miklu fyrir þitt fyrirtæki upp í starfi samtakanna. Við rekum m.a. formleg erindi gagnvart ráðuneytum og stofnunum, veitum Alþingi umsagnir um mál í meðferð þingsins og komum rödd þíns fyrirtækis á framfæri varðandi breytingar á lögum og reglugerðum.
Með aðild að SAF og þátttöku í starfi samtakanna færð þú sæti við borðið þegar kemur að undirbúningi kjarasamninga. Við viljum að þín rödd heyrist þegar kemur að stærsta kostnaðarlið fyrirtækja á Íslandi!
Taktu þátt til að hafa áhrif!
Smelltu til að lesa um hvernig við vinnum fyrir þig:
HVAÐ KOSTAR AÐILD AÐ SAF?
Félagsgjald SAF er ákvarðað af aðalfundi samtakanna.
Félagsgjald 2023 er 0,15% af heildarveltu næstliðins árs (tekjum skv. ársreikningi). Hámarksfélagsgjald SAF er 2,5 milljónir á ári. Auk félagsgjalda til SAF greiða aðildarfyrirtæki einnig félagsgjöld til SA.
Sláðu veltu og laun skv. síðasta ársreikningi þíns fyrirtækis inn í reiknivélina og skoðaðu hver árgjöldin eru.
Þegar um er að ræða tvö eða fleiri fyrirtæki í samstæðuþar sem eignarhlutur er 50% eða meiri þannig að skylt er að gera samstæðureikning, er veittur 20% afsláttur af álögðu félagsgjaldi sé þess óskað. Samanlögð félagsgjöld samstæðufyrirtækjanna geta þó aldrei verið lægri en álagt félagsgjald veltuhæsta aðildarfyrirtækis samstæðunnar. Afslátturinn er reiknaður á síðasta greiðsluseðli ársins.
Félagsgjöld í SAF eru frádráttarbær frá skatti.
Viltu vita meira? Hafðu samband!
Sendu okkur endilega línu á saf@saf.is eða hringdu í okkur ef þú hefur frekari spurningar varðandi aðild að SAF. Við munum svara þér í gegnum tölvupóst eða hafa samband símleiðis. Svo er alltaf heitt á könnunni á skrifstofu SAF í Húsi atvinnulífsins í Borgartúni 35. Við hlökkum til að sjá ykkur!