Dagskrá – Afmælisráðstefna SAF

Preview in new tab

Afmælisráðstefna SAF - Samtaka í 25 ár

Afmælisráðstefna Samtaka ferðaþjónustunnar var haldin á Hilton Reykjavík Nordica miðvikudaginn 15. nóvember 2023, kl. 13-17.

Á ráðstefnunni var boðið upp á fjölda viðburða með lotufyrirkomulagi (e. breakout sessions) í fjórum þemum, um framtíð ferðaþjónustunnar, vöruþróun í greininni, þekkingu á ferðaþjónustu og áhrif hennar á samfélagið. Þá voru Nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar afhent með viðhöfn og ráðstefnunni lauk með hressilegum afmælisfögnuði og netagerð.

Efni ráðstefnunnar átti meðal annars erindi við rekstraraðila í ferðaþjónustu, stjórnendur og starfsfólk ferðaþjónustufyrirtækja, eigendur og stjórnendur fyrirtækja í samstarfi við og með hagsmuni af ferðaþjónustu, fjárfesta í greininni, rannsóknaraðila í akademíunni og alla þá sem hafa áhuga á og vilja afla sér aukinnar þekkingar á þróun ferðaþjónustu á Íslandi næstu ár. Þá voru háskólanemar í greinum sem tengjast ferðaþjónustu og viðskiptalífi sérstaklega hvattir til að taka þátt.

Allt efni ráðstefnunnar er aðgengilegt á myndböndum hér að neðan, svo þau sem sóttu ráðstefnuna og annað áhugafólk um ferðaþjónustu geta horft á alla fyrirlestra og málstofur sem boðið var upp á. 

Dagskrá

12:00 Húsið opnar

13:00 Ráðstefnan opnuð (Salur A/B á 1. hæð)

13:40 Lota eitt

Framtíð ferðaþjónustu
Salur A/B á 1. hæð

Betur borgandi eða betur hugsandi ferðamenn?

  • Kveikja: Skúli Mogensen,
    Hvammsvík
  • Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,
    Íslenski ferðaklasinn
  • Haukur B. Sigmarsson,
    Deplar Farm
  • Jón Bjarki Bentsson,
    Íslandsbanki
  • Stjórn: Ragnhildur Ágústsdóttir,
    Lava Show

Vöruþróun í ferðaþjónustu
Salur D á 2. hæð

Hvernig geta sögur af áföllum og áskorunum aukið tekjur?

  • Guðmundur Arnar Guðmundsson,
    Akademias

Ferðaþjónusta og samfélagið
Salur F/G á 2. hæð

Að laða að og halda í fólk í störfum í ferðaþjónustu

  • Herdís Pála
    Stjórnunarráðgjafi

Þekking á ferðaþjónustu
Salur H/I á 2. hæð

Innsýn í ferðaþjónustu út frá símagögnum 

  • Sigurbjörn Magnús Gunnlaugsson
    og Theodór Carl Steinþórsson,
    Vodafone

14:20 Lota tvö

Framtíð ferðaþjónustu
Salur A/B á 1. hæð

Er álagsstýring á ferðamannastöðum nauðsynleg?

  • Inga Dóra Hrólfsdóttir,
    Umhverfisstofnun
  • Ingibjörg Halldórsdóttir,
    Vatnajökulsþjóðgarður
  • Skarphéðinn Berg Steinarsson,
    Sjávarborg
  • Stjórn: Inga Dís Richter,
    Icelandia

Vöruþróun í ferðaþjónustu
Salur D á 2. hæð

Hvað með okkur hin, sem erum ekki seglar í íslenskri ferðaþjónustu?

  • Hjalti Már Einarsson,
    Datera

Ferðaþjónusta og samfélagið
Salur F/G á 2. hæð

Sjálfbærni í ferðaþjónustu: Leiðin fram á við

  • Auður Hrefna Guðmundsdóttir,
    UN Global Compact Íslandi
  • Antonio Hautle,
    UN Global Compact Sviss og Lichtenstein

Þekking á ferðaþjónustu
Salur H/I á 2. hæð

Framtíðarsýn stjórnmálanna um gjaldtöku af ferðaþjónustu

  • Guðlaugur Þór Þórðarson,
    Umhverfis-, orku og loftslagsráðherra
  • Lilja Dögg Alfreðsdóttir,
    menningar- og viðskiptaráðherra
  • Kristrún Frostadóttir,
    formaður Samfylkingarinnar
  • Stjórn: Jóhannes Þór Skúlason,
    SAF

14:55-15:25 Kaffihlé

15:25 Lota þrjú

Framtíð ferðaþjónustu
Salur A/B á 1. hæð

Munu tæknifyirrtæki taka yfir ferðaþjónustubransann?

  • Tryggvi Freyr Elínarson,
    Datera

Vöruþróun í ferðaþjónustu
Salur D á 2. hæð

Leitin að leiðarljósinu: Vaxtarstefna fyrir ferðaþjónustufyrirtæki

  • Ingi Björn Sigurðsson,
    KLAR

Ferðaþjónusta og samfélagið
Salur F/G á 2. hæð

Skemmtiferðaskip: Vesen eða verðmæti?

  • Björg Ágústsdóttir,
    Grundarfjörður
  • Einar Á Sæmundsen,
    Þingvallaþjóðgarður
  • Sigurður Jökull Ólafsson,
    Faxaflóahafnir
  • Stjórn: Pétur Óskarsson,
    Katla-DMI

Þekking á ferðaþjónustu
Salur H/I á 2. hæð

Skiptir ferðaþjónusta einhverju máli fyrir sveitarfélögin?

  • Kveikja: Diljá Matthíasardóttir,
    SAF
  • Einar Freyr Elínarson,
    Mýrdalshreppur
  • Einar Þorsteinsson,
    Reykjavík
  • Unnur Valborg Hilmarsdóttir,
    Húnaþing vestra
  • Stjórn: Jóna Árný Þórðardóttir,
    Fjarðabyggð

16:05 Lota fjögur

Framtíð ferðaþjónustu
Salur A/B á 1. hæð

Framtíð ferðaþjónustunnar: Stóru málin! 

  • Helena W. Óladóttir
    og Sævar Kristinsson,
    KPMG

Vöruþróun í ferðaþjónustu
Salur D á 2. hæð

Má selja eymdina? ‘Dark tourism’ á Íslandi

  • Kristín Jóhannsdóttir,
    Eldheimar Vestmannaeyjum
  • María Pálsdóttir,
    Hælið Kristnesi
  • Stefán Eiríksson,
    RÚV
  • Stjórn: Ágúst Elvar Bjarnason,
    SAF

Ferðaþjónusta og samfélagið
Salur F/G á 2. hæð

Á (ísl)ensku má alltaf finna svar?

  • Bjarnheiður Hallsdóttir,
    formaður SAF
  • Lilja Dögg Alfreðsdóttir,
    ráðherra ferðamála og íslenskunnar
  • Aleksandra Leonardsdóttir,
    Alþýðusamband Íslands
  • Stjórn: Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir,
    VÖK

Þekking á ferðaþjónustu
Salur H/I á 2. hæð

Bætt sala, rekstur og þjónusta með gervigreind og aðstæðuvitund 

  • Stefán Baxter,
    Snjallgögn

16:45 Ráðstefnulok (Salur A/B á 1. hæð)

  • Lilja Dögg Alfreðsdóttir Menningar- og viðskiptaráðherra
  • Bjarnheiður Hallsdóttir formaður og Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri SAF

17:00 Afmælisfögnuður