Ályktun stjórnar SAF á aðalfundi 10. apríl 2014

Bakgrunnur

Ferðaþjónustan skiptir sköpum fyrir efnahagslífið og er nú orðin stærsta útflutningsgrein landsins. Mikilvægi greinarinnar er óumdeilt. Hagvöxtur hefði verið neikvæður á síðasta ári ef ekki hefði verið fyrir ferðaþjónustuna. Ferðaþjónustan hefur skapað fleiri ný störf en nokkur önnur atvinnugrein á undanförnum árum.

Áhyggjur félagsmanna SAF

Samfara mikilli aukningu í fjölda ferðamanna og tekjum af þeim hefur hið opinbera ekki lagt fram nauðsynlegt fjármagn til að tryggja að greinin fá áfram vaxið og dafnað og geti þannig til langs tíma skilað skatttekjum til góða fyrir þjóðfélagið í heild sinni.

•Aðalfundur SAF skorar á stjórnvöld að ferðaþjónustan fái, í hlutfalli við mikilvægi greinarinnar fyrir íslenskt efnahagslíf, fjármagn til að tryggja að alvöru hagtölugerð verði framkvæmd auk þess sem stóraukið fé verði sett í rannsóknir á ferðaþjónustu
•Aðalfundur SAF skorar á stjórnvöld að vinna strax að framtíðarlausn á fjármögnun á uppbyggingu og rekstri fjölsóttra ferðamannastaða.
•Aðalfundur SAF skorar á stjórnvöld að búa íslenskri ferðaþjónustu samkeppnishæf rekstrarskilyrði á við það sem best gerist í samkeppnislöndunum.
•Aðalfundur SAF skorar á stjórnvöld að tryggja að Rammaáætlum sé virt, þannig að ekki sé hægt að taka aftur til skoðunar þá virkjunarkosti sem nú þegar hefur verið raðað  í vendarflokk.