Ályktun um hvalveiðar

Aðalfundur SAF, haldinn á Grand Hótel 10. apríl 2014, ítrekar fyrri gagnrýni á hvalveiðistefnu stjórnvalda. Fundurinn leggur áherslu á þá efnahagslegu áhættu sem tekin er með hvalveiðum á hvalaskoðunarsvæðum þar sem staðbundin áhrif hrefnuveiða á samsetningu stofns tegundanna er ekki þekkt en gæf/forvitin dýr eru auðveld skotmörk, hvort heldur er fyrir myndavél eða skutul. Fundurinn skorar því á stjórnvöld að

a)      fylgja niðurstöðum ráðgjafandi nefndar Sjávarútvegsráðherra um stefnumótun um vernd og veiðar á hvölum sem lagðar voru til þann 8. maí 2013

b)     draga til baka reglugerð Sjávarútvegsráðherra dagsett 5.7.2013 sem færði bannsvæði hvalveiða í Faxaflóa til baka til þess horfs sem markað var af reglugerð 414/2009.