Ályktun um Reykjavíkurflugvöll í Vatnsmýrinni

Meðfylgjandi ályktun var samþykkt á aðlfundi SAF 10. apríl sl.

“ Aðalfundur SAF haldinn 10. apríl 2014 skorar á forsvarsmenn Reykjavíkurborgar að láta af andstöðu sinni við Reykjavíkurflugvöll í Vatnsmýrinni.

Það er í beinni andstöðu við þá sátt sem verið hefur í þjóðfélaginu um Reykjavík sem höfuðborg landsmanna allra að vinna markvisst að því að þrengja svo að einu mikilvægasta samgöngumannvirki landsins að það geti ekki sinnt hlutverki sínu, hvorki til almannasamgangna né til sjúkraflugs.

Fundurinn skorar jafnframt á Alþingi og ríkisstjórn Íslands að tryggja með öllum tiltækum ráðum að farið verði að vilja þeirra 70.000 kosningabærra manna, sem skrifuðu undir áskorun um áframhaldandi veru vallarins í Vatnsmýri og endurtekinna skoðanakannana sem sýna yfirgnæfandi stuðning landsmanna við völlinn, þar á meðal 73% Reykvíkinga.“