Bílastæðagjöld í Vatnajökulsþjóðgarði og Þingvallaþjóðgarði

Samtök ferðaþjónustunnar og bílaleigunefnd SAF hafa komist að rammasamkomulagi við þjóðgarða Þingvalla og Vatnajökuls um fyrirkomulag á greiðslum bílastæðagjalda sem ekki innheimtast af ökumönnum bifreiða á gjaldskyldum bílastæðum þjóðgarðanna. Samkomulagið mun taka gildi 1.7.2019 og gengur út á að bílaleigur sem skrá sig á greiðslusvæði þjóðgarðanna fá 50% afslátt af þeim viðburðum sem sendir verða á bílaleigur en viðburðir verða sendir með tölvupósti 24 tímum eftir að bílaleigubíll yfirgefur Þjóðgarðinn á Þingvöllum eða gjaldskylt svæði innan Vatnajökulsþjóðgarðs. Samkomulagið felur einnig í sér að þær kröfur sem myndast hafa fram til 30.6.2019 verða felldar niður. Gert er ráð fyrir að fara yfir árangur rammasamkomulagsins í lok sumars.

Hér á eftir eru upplýsingar um hvernig skráning fer fram.

  1. Bílaleiga skráir sig á vef MyParking á: https://www.myparking.is/signup/rental/
  2. Farið verður yfir skráninguna og staðfest að tölvupóstsamskipti virki.
  3. Umsækjandi fær aðgangsupplýsingar sendar á tengilið sem notaðar eru til innskráningar á myparking.is þar sem hægt er að sjá viðburði jafn óðum og þeir stofnast.
  4. Tölvupóstar með kvittunum byrja að berast bílaleigum með viðburðum sem verða til eftir 1. júlí.
  5. Kvittun tilgreinir verð fyrir hvern viðburð tengt bílnúmeri.
  6. Þjóðgarðarnir senda reikning og kröfu á bílaleigur að mánuði loknum fyrir uppsöfnuðum viðburðum þess mánaðar með umsömdum afslætti.
  7. Fyrirspurnir varðandi aðganga eða upplýsingar í vefviðmóti skulu berast á: support@myparking.is