Framboð til stjórnar: Björn Ragnarsson

Björn Ragnarsson Icelandia uti-3 snip

Björn Ragnarsson forstjóri Icelandia

Ég hef starfað hjá Kynnisferðum frá 2017, lengst af sem forstjóri/framkvæmdastjóri en þar áður var ég fjármálastjóri Bláa Lónsins frá 1999 til 2007. Þá var ég framkvæmdastjóri ALP (Avis, Budget) frá 2007 til 2010 og framkvæmdastjóri hjá Bílabúð Benna á árunum 2010 – 2017.

Ég er viðskiptafræðingur að mennt frá Háskóla Íslands og á síðasta ári lauk ég AMP-gráðu frá IESE Business School. Ég er kvæntur yndislegri konu og á fjögur frábær börn.

Hvaða reynslu af störfum í ferðaþjónustu eða SAF kemur þú með inn í stjórnina?

Ég hef setið í stjórn SAF frá árinu 2019 og hef fóstrað hópbílanefnd og bílaleigunefndina undanfarin tvö ár.

Hvað eru Samtök ferðaþjónustunnar fyrir þér? Hvernig metur þú stöðu þeirra í dag?

Gríðarlega mikilvæg samtök atvinnurekenda í ferðaþjónustu sem hafa þurft að berjast fyrir greininni á mörgum vígstöðvum. Mér finnst SAF vera mikils metin samtök og rödd okkar að verða sterkari og sterkari með hverju ári.

Hvað leggur þú höfuðáherslu á í starfi samtakanna? Er eitthvað sem þér finnst mikilvægt að bæta eða breyta?

Sterk tengsl við stjórnvöld, áherslur í kjarasamningum, sameiginleg rödd allra ferðaþjónustufyrirtækja, eftirlit og aðhald með stofnunum og opinberum aðilum, vettvangur fyrir fólk í ferðaþjónustu til að hittast og vinna saman að enn betri upplifun okkar gesta, gæði og gott orðspor greinarinnar