Drög að atvinnustefnu Vatnajökulsþjóðgarðs til umsagnar

Eins og komið hefur fram hefur Vatnajökulsþjóðgarður unnið að gerð atvinnustefnu fyrir þjóðgarðinn að undanförnu. Drögin má opna beint með því að smella HÉR.

  • Nánari upplýsingar um atvinnustefnuna er að finna HÉR.

Í tilkynningu frá þjóðgarðinum segir að stjórn þjóðgarðsins vilji tryggja að tekið sé tillit til sjónarmiða hagsmunaaðila við mótun hennar, samhliða vernd þjóðgarðsins. Því sé lögð áhersla á að eiga gott samstarf við alla þá sem nýta þjóðgarðinn beint eða óbeint til atvinnusköpunar. Óskað er eftir því að umsagnir og athugasemdir um drögin berist þjóðgarðinum fyrir 1. maí næstkomandi.

SAF hvetja félagsmenn sérstaklega til að fara vel yfir drögin og senda umsagnir um þau tímanlega inn til þjóðgarðsins í tölvupósti á netfangið info@vjp.is merkt „Atvinnustefna“ í efnislínu eða í bréfpósti til skrifstofu þjóðgarðsins:

Vatnajökulsþjóðgarður
Urriðaholtsstræti 6-8
210 Garðabær

Gott væri ef afrit af umsögnum bærist til SAF á póstfangið saf@saf.is