Sími 591 0000 - saf@saf.is
Samtök ferðaþjónustunnar
Hleð viðburðum

« Allir viðburðir

  • Þessi viðburður er liðinn.

20 ára afmælishátíð SAF og Nýsköpunarverðlaun

10/11/2018 @ 7:00 e.h. - 11/11/2018 @ 1:00 f.h.

Samtök ferðaþjónustunnar fagna 20 ára afmæli 11. nóvember, en samtökin voru stofnuð þann dag 1998.

Af því tilefni verður blásið til veglegrar afmælisveislu laugardagskvöldið 10. nóvember nk. á Hilton Reykjavík Nordica. Mikið verður um dýrðir með tónlist, uppákomum og veisluföngum úr íslensku hráefni. Afmælissöngurinn verður síðan að sjálfsögðu sunginn á miðnætti! Nýsköpunarverðlaun SAF verða afhent við þetta tilefni.

Matreiðslumeistarar Hilton hafa ásamt hinum landsþekktu meistarakokkum Friðgeiri Inga Eiríkssyni og Ólafi Helga Kristjánssyni sett saman glæsilegan matseðil sem er innblásinn af frábæru íslensku hráefni og mun hrífa bragðlauka veislugesta með í ævintýralegt ferðalag.

Eliza Reid forsetafrú Íslands og sérstakur sendiherra SÞ fyrir ferðamál og sjálfbæra þróun mun heiðra samkomuna með þátttöku sinni og afhenda Nýsköpunarverðlaun SAF 2018 við hátíðlega viðhöfn. Þá verður Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, viðstödd samkomuna.

Veislustjóri kvöldsins verður af heitara taginu, en Saga Garðarsdóttir leikari og uppistandari stýrir veislunni. Þá munu óvæntir dagskrárliðir setja svip sinn á kvöldið sem endar að sjálfsögðu á stórdansleik með hljómsveitinni Babies sem skemmtir gestum inn í nóttina.

Matseðill kvöldsins:

  • Forréttafjör: Grafin gæs, rækja í krukku, tvíreykt hangikjöt – íslenskir ostar, grænt og vænt úr heimahaga
  • Aðalréttur: Lambasirloin, brennt smjör og skessujurt borið fram með kartöflu og sveppapressu ásamt blóðbergssósu
  • Eftirréttur: Heit súkkulaðikaka, skyr-ís og ber

Dagskráin hefst klukkan 19:00 og er miðaverð 14.900 per. mann.
Vinsamlega athugið að miðapöntun er bindandi og óafturkræf.
Miðapantanir fara fram í gegnum netfangið meetings@icehotels.is

Nú er um að gera að taka daginn frá – laugardagskvöldið 10. nóvember!

Upplýsingar

Byrja:
10/11/2018 @ 7:00 e.h.
Enda:
11/11/2018 @ 1:00 f.h.
Back to Top

Flokkar