Færniþörf á vinnumarkaði verði metin

Sérfræðingahópur um færni- og menntunarþörf á vinnumarkaði hefur afhent Ásmundi Einari Daðasyni, félags- og jafnréttismálaráðherra, skýrslu um færnispár og mikilvægi þeirra. Ráðherra var jafnframt afhent skýrsla sem Hagfræðistofnun vann fyrir hópinn þar sem eru upplýsingar um menntun, störf, atvinnugreinar og samspil þessara þátta á vinnumarkaði.

Hópurinn leggur til að formfastur rammi verði myndaður um gerð færnispár hér á landi. Í honum sátu fulltrúar frá Vinnumálastofnun, Alþýðusambandi Íslands, Hagstofu Íslands og Samtökum atvinnulífsins sem áttu frumkvæði að gerð skýrslunnar.

Sjá nánar á vef SA hér :  https://sa.is/frettatengt/frettir/faernithorf-a-vinnumarkadi-verdi-metin

Mynd: Sérfræðingahópurinn ásamt ráðherra.