Félagsfundur um stöðu ferðaþjónustunnar

Þriðjudaginn 11. september 2018 munu Samtök ferðaþjónustunnar standa fyrir félagsfundi um stöðu ferðaþjónustunnar með tilliti til lífskúrfu og efnahagsmála.

Fundurinn fer fram í salnum Hyl á 1. hæð í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, og hefst kl. 8.30.

DAGSKRÁ:

  • Lykiltölur í ferðaþjónustu // Vilborg Helga Júlíusdóttir, hagfræðingur SAF
  • Staða ferðaþjónustu á lífshlaupskúrfunni // Anna Dóra Sæþórsdóttir, prófessor í ferðamálafræðum við HÍ
  • Staða ferðaþjónustu í efnahagslífinu // Gylfi Zoega, prófessor við HÍ

Fundarstjóri verður Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF

BEIN ÚTSENDING:

Fyrir þá sem ekki hafa tök á að mæta á fundinn verður hann sendur út í beinni útsendingu. Hægt verður að fylgjast með beinni útsendingu á heimasíðu SAF eða með því að smella HÉR.

SKRÁNING:

Skráning á fundinn fer fram HÉR.