Dagskrá – Ferðaþjónustudagurinn 2024

Preview in new tab

Ferðaþjónustudagurinn 2024 – Álagsstýring á fjölsóttum ferðamannastöðum.

Silfurberg í Hörpu, mánudaginn 7. október 2024 kl. 9-16.30

Á Ferðaþjónustudeginum 2024, sem haldinn er í samstarfi SAF, Ferðamálastofu, Umhverfisstofnunar, Vatnajökulsþjóðgarðs og Þingvallaþjóðgarðs, verður fjallað um álagsstýringu á fjölsóttum ferðamannastöðum og sjónum beint að áskorunum og reynslu hér á landi sem erlendis og samtali stjórnvalda og fyrirtækja í ferðaþjónustu um þetta mikilvæga viðfangsefni. Þá verður jafnframt horft til nýsamþykktrar ferðamálastefnu í þessu samhengi sem leggur áherslu á þrjár víddir sjálfbærnihugtaksins – efnahag, samfélag og umhverfi.

Ráðstefnan á meðal annars erindi við rekstraraðila í ferðaþjónustu, eigendur, stjórnendur og starfsfólk ferðaþjónustufyrirtækja og annarra sem hafa hagsmuni af ferðaþjónustu, stjórnmálamenn og starfsfólk ráðuneyta, sveitarfélaga og stjórnsýslustofnana sem snerta reglusetningu og stýringu ferðaþjónustu á fjölbreyttan hátt, eigendur áfangastaða í einkaeigu og fjárfesta, rannsóknaraðila og aðra sem vilja afla sér aukinnar þekkingar á þróun ferðaþjónustu á Íslandi næstu ár.

Dagskrá

08.30  Húsið opnar

  • Afhending ráðstefnugagna, morgunkaffi og spjall framan við Silfurberg

09.00  Ráðstefnan hefst

  • Diljá Matthíasardóttir hagfræðingur SAF opnar ráðstefnuna og leiðir gesti inn í daginn.

09.10  Hvað er álagsstýring og hvers vegna erum við að ræða hana?

  • Arnar Már Ólafsson ferðamálastjóri og Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri SAF ræða hvað álagsstýring er og hvaða erindi efni ráðstefnunnar á við mismunandi hagaðila. 

09.30 Managed Access Systems within the U.S. National Park Service: A Case Study of Successes, Challenges, and Adaptive Visitor Use Management at Glacier National Park

  • Dr. Susan Sidder, Visitor Use Management Program Manager hjá National Parks Service í Bandaríkjunum fjallar um áskoranir, framkvæmd og reynslu af aðgangsstýringu í Glacier þjóðgarðinum í Montana í Bandaríkjunum, með því markmiði að hámarka upplifun ferðamanna (á ensku).

10.15 Getting the Balance Right – Lessons From the North of Scotland

  • Chris Taylor, Destination Development Director hjá Visit Scotland fjallar um vöxt ferðaþjónustunnar í Skotlandi, stefnumótun í stjórnun ferðamanna og hvernig jafnvægi er náð á milli þarfa fyrirtækja, heimamanna, umhverfisins og ferðamanna á lykilstöðum (á ensku).

11.00  Kaffihlé


11.15 Protect, Connect, Thrive: New Zealand’s Department of Conservation’s Experience and Challenge in Managing Visitor Numbers at Popular Sites

  • Tim Bamford, Chief Advisor hjá Department of Conservation í Nýja Sjálandi fjallar um hvernig DOC hefur brugðist við auknum fjölda ferðamanna síðastliðin tíu ár og innleiðingu mismunandi aðferða til að stýra eftirspurn og upplifun ferðamanna (á ensku).

12.00  Pallborðsumræður fyrirlesara

  • Arnar Már Ólafsson og Jóhannes Þór Skúlason ræða við Chris Taylor, Susan Sidder og Tim Bamford og taka við spurningum úr sal um erindi þeirra (á ensku). 

12.40  Hádegisverður


13.20  Áskoranir á áfangastöðum í Vatnajökulsþjóðgarði

  • Ingibjörg Halldórsdóttir framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs kynnir áskoranir og hugsanlegar álagsstýringarleiðir á áfangastöðum innan þjóðgarðsins.

13.25  Álagsstýring sem tæki til að auka hagsæld 

  • Ragnar Árnason, prófessor emeritus við hagfræðideild Háskóla Íslands fjallar um álagsstýringu í ferðaþjónustu í samhengi við þjóðhagslega hagsæld og hagsmuni fyrirtækja.

13.40  Reynsla af álagsstýringu í Þingvallaþjóðgarði

  • Einar Ásgeir Sæmundsen þjóðgarðsvörður í Þingvallaþjóðgarði kynnir áskoranir og álagsstýringarleiðir á áfangastöðum innan þjóðgarðsins.

13.45 Álag ferðaþjónustu á samfélag: Hvernig stýrum við því?

  • Gunnar Þór Jóhannesson prófessor í ferðamálafræði fjallar um áskoranir í tengslum við álag á samfélag, mikilvægi gagna og rannsókna við ákvarðanatöku og mismunandi leiðir til að stýra álagi, efla tengsl við samfélag og bæta upplifun ferðamanna.

14.00  Áskoranir á áfangastöðum í umsjá Umhverfisstofnunar

  • Inga Dóra Hrólfsdóttir sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun kynnir áskoranir og hugsanlegar álagsstýringarleiðir á áfangastöðum í umsjá stofnunarinnar.

14.05  Kynning á vinnustofu

  • Ágúst Elvar Bjarnason verkefnisstjóri hjá SAF kynnir fyrirkomulag vinnustofu þar sem fjallað verður um raunhæf dæmi um fjölsótta áfangastaði á Íslandi. 

14.15  Kaffihlé


14.35  Vinnustofa: Raunhæf dæmi um fjölsótta áfangastaði á Íslandi

  • Þátttakendur fjalla um raunhæf dæmi um áfangastaði á Íslandi sem glíma við mismunandi álag og áskoranir.  

15.20  Samantekt helstu niðurstaðna úr vinnustofu

  • Ágúst Elvar Bjarnason varpar upp samantekt niðurstaðna úr vinnustofunni. Öll gögn úr vinnustofunni verða tekin saman og nýtt í vinnu við aðgerðaáætlun nýsamþykktrar ferðamálastefnu. 

15.35  Pallborðsumræður ráðherra og ferðaþjónustuaðila

  • Pétur Óskarsson formaður SAF ræðir við Guðlaug Þór Þórðarson umhverfisráðherra, Lilju Dögg Alfreðsdóttur ferðamálaráðherra og fulltrúa ferðaþjónustufyrirtækja. 

16.20  Ráðstefnulok, léttar veitingar og netagerð

*Athugið að tímasetningar geta tekið breytingum