Tekið verði tillit til ferðaþjónustu við mat á virkjunarkostum
Í ljósi breytinga á rammaáætlun í meðförum umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis vilja Samtök ferðaþjónustunnar koma á framfæri vonbrigðum sínum yfir þeim breytingum að færa vatnasvæði Héraðsvatna og þar með jökulsárnar í Skagafirði úr verndarflokki yfir í biðflokk. Jökulsárnar í Skagafirði eru gríðarlega mikilvægar fyrir ferðaþjónustu í Skagafirði og eru flúðasiglingar ein helsta undirstaða ferðaþjónustu á svæðinu. […]