Afhending nýsköpunarverðlauna ferðaþjónustunnar 2019
Nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar verða afhent við hátíðlega athöfn á afmælisdegi Samtaka ferðaþjónustunnar, mánudaginn 11. nóvember. Verður þetta í 16. skipti sem SAF veita fyrirtæki innan samtakanna nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar, en forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson afhendir verðlaunin. Í ár bárust 32 tilnefningar til nýsköpunarverðlauna ferðaþjónustunnar frá félagsmönnum í SAF. Að þessu sinni hefur dómnefnd tilnefnt þrjú fyrirtæki […]