Óskað eftir tilnefningum til Kuðungsins
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir tilnefningum um fyrirtæki eða stofnun, sem vegna verka sinna og athafna á síðasta ári eru þess verðug að hljóta umhverfisviðurkenninguna Kuðunginn fyrir árið 2020. Kuðungurinn verður afhentur í tengslum við Dag umhverfisins. Kuðungurinn er viðurkenning á framlagi fyrirtækja og stofnana til umhverfismála sem er veitt árlega. Óskað er eftir því […]