Nýtt nám í ferðaþjónustu að hefjast
Hæft og vel menntað starfsfólk er lykilþáttur í velgengni ferðaþjónustufyrirtækja. Nú á fyrri hluta ársins 2025 hefst nýtt nám og raunfærnimat fyrir ferðaþjónustu, sem Hæfnisetur ferðaþjónustunnar hefur unnið að síðustu ár í samstarfi við Samtök ferðaþjónustunnar. Allar upplýsingar um námið, raunfærnimat, einingafjölda, brautir í boði og námskrá þeirra er að finna á vef Hæfnisetursins. Við […]