Hótel Breiðdalsvík hlaut hvatningarverðlaun Ábyrgrar ferðaþjónustu 2022
Dagur Ábyrgrar ferðaþjónustu fór fram í Grósku þann 13. desember sl. en við sama tilefni afhenti forseti Íslands, Guðni Th Jóhannesson, hvatningaverðlaun Ábyrgrar ferðaþjónustu. Í ár var viðfangsefni hvatningarverkefnisins Ábyrg ferðaþjónusta að tengja saman sjálfbærnistefnu, heimsmarkmiðin og ábyrga ferðaþjónustu. Á degi Ábyrgrar ferðaþjónustu var litið yfir farinn veg og horft á það sem hefur áunnist […]