Vök Baths er handhafi Nýsköpunarverðlauna ferðaþjónustunnar árið 2022
Vök Baths er handhafi Nýsköpunarverðlauna ferðaþjónustunnar árið 2022, en Samtök ferðaþjónustunnar afhenda verðlaunin á afmælisdegi samtakanna, 11. nóvember ár hvert. Eliza Reid, forsetafrú, afhenti Vök Baths verðlaunin við hátíðlega athöfn í Hörpu í dag. SAF afhenda Nýsköpunarverðlaun fyrir athyglisverðar nýjungar og er markmiðið að hvetja fyrirtæki innan samtakanna til nýsköpunar. Verðlaununum er ætlað að hvetja […]