Fræðsla

Aukin hæfni og fagmennska starfsfólks í ferðaþjónustu eykur gæði og bætir upplifun gesta, sem skilar sér í árangursríkari rekstri fyrirtækja. Ýmis fræðsla og menntun er í boði fyrir ferðaþjónustufyrirtæki og starfsfólk þeirra hjá SAF, samstarfsaðilum og eftir opinberum leiðum. Kynntu þér framboðið eða hafðu samband við fræðslustjóra SAF sem getur vísað þér veginn.

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar er víðtækt samstarfsverkefni innan greinarinnar sem ætlað er að auka hæfni starfsmanna í ferðaþjónustu.  

Ef þú ert á byrjunarreit, mælum við með því að byrja á því að kynna þér það sem Hæfnisetrið hefur upp á að bjóða.

Þar geturðu einnig séð þau námskeið sem eru á döfinni.

Fræðslutorg og verkfærakista

Hér getur þú fundið ýmis hagnýt námskeið á sviði ferðaþjónustunnar og fjölbreytt fræðslu- og stuðningsefni sem gagnast þínu fyrirtæki við að efla fræðslu starfsfólks.

Hér finnur þú tæki til að auðvelda þér að senda kannanir á starfsfólk, fjölbreytta mælikvarða til að mæla árangur af fræðslu og orðasafn algengra orða í ferðaþjónustu sem auðveldað geta samskipti á vinnustað.

Áttin – fræðslustyrkir

Áttinn er vefgátt nokkurra stórra starfsmenntasjóða og veitir upplýsingar og tekur við umsóknum um ýmsa styrki fyrir fræðslu og menntun starfsmanna.

Kynntu þér hvernig þitt fyrirtæki og starfsfólk getur sótt fjármagn til menntunar og fræðslu.

Sérkjör SAF félagsmanna

Mörg spennandi og skemmtileg námskeið standa stjórnendum og starfsfólki fyrirtækja innan SAF til boða á sérkjörum.

Kynntu þér málið!

Vakinn

Vakinn er gæða- og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar og ætlað að efla gæði, öryggi og umhverfisvitund innan greinarinnar og byggja upp samfélagslega ábyrgð. Vakinn er gæðastimpill sem vottar gæði ferðaþjónustu-fyrirtækja og nýtist sem öflugt markaðstæki.

Kynntu þér hvað Vakinn getur gert fyrir þitt fyrirtæki.

Raunfærnimat

Raunfærnimat er leið til að meta þá færni og þekkingu sem öðlast má á vinnumarkaði og getur mögulega stytt nám og verið hvatning til að ljúka því.

Kynntu þér raunfærnimat og hvernig það getur nýst þér og þínu fólki.

Nám og endurmenntun

Fjöldi endur- og símennuntarstöðva starfa um allt land og gera þér og þínu fólki kleift að sækja fræðslu og menntun í heimabyggð.

Fjölmargir skólar bæði hérlendis og erlendis bjóða einnig upp á ferðamálanám.

Kynntu þér möguleikana fyrir þig og þitt fólk.

Fræðslustjóri að láni

Fyrirtækið þitt getur fengið að láni mannauðsráðgjafa sem fer yfir fræðslu- og þjálfunarmál fyrirtækisins og ráðleggur varðandi fræðslu og menntun. Ráðgjafarnir eru sérhæfðir í vinnustaðafræðslu og óformlegri menntun.

Kynntu þér hvað fræðslustjóri að láni getur gert fyrir þig.

Fræðsluviðburðir

febrúar 2024

mars
ÞR
MI
FI
LA
SU
29
30
31
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
1
2
3