Framboð til stjórnar SAF – framboðsfrestur rennur út 7. mars

Samkvæmt lögum SAF skal stjórn samtakanna skipa kjörnefnd sem hefur það hlutverk að undirbúa og hafa yfirumsjón með stjórnarkjöri á aðalfundi samtakanna. Kjörnefnd hefur þegar auglýst eftir framboðum til stjórnar SAF fyrir starfsárin 2019 – 2021.

Samkvæmt lögum SAF skal stjórnarkjöri þannig háttað að annað hvert ár skal kjósa formann og þrjá meðstjórnendur en hitt árið eru hinir þrír meðstjórnendurnir í kjöri. Stjórnarmaður sem kjörinn var til tveggja ára á síðasta aðalfundi hætti störfum á árinu, því eru 4 meðstjórnendur í kjöri á aðalfundinum. Þá verður ekki um formannskjör að ræða þar sem á síðasta aðalfundi SAF var formaður kjörinn til tveggja ára.

Samkvæmt lögum SAF ber kjörnefnd að tilkynna félagsmönnum tillögur sínar a.m.k. tveimur vikum fyrir aðalfund, en framboðsfrestur rennur út viku fyrir aðalfund, eða fimmtudaginn 7. mars nk.

Fimm aðilar hafa skilað inn framboði til stjórnar SAF fyrir starfsárin 2019-2021.

Frambjóðendurnar eru eftirtaldir í stafrófsröð:

  • Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair Group
  • Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða
  • Hallgrímur Lárusson, framkvæmdastjóri Snæland Grímsson
  • Ingibjörg Ólafsdóttir, hótelstjóri Radisson Blu Hótels Sögu
  • Jakob Einar Jakobsson, eigandi Jómfrúarinnar

Nánari kynningu á frambjóðendum verður að finna á heimasíðu SAF – www.saf.is – eftir að framboðsfrestur hefur runnið út.

Framboðsfrestur rennur út viku fyrir aðalfund, eða kl. 12.00 fimmtudaginn 7. mars. Framboð skal senda á netfangið saf@saf.is eða með því að hafa samband við kjörnefndarmenn.

Kjörnefnd SAF:

SKILAÐU INN FRAMBOÐI TIL STJÓRNAR