
Tekið verði tillit til ferðaþjónustu við mat á virkjunarkostum
Í ljósi breytinga á rammaáætlun í meðförum umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis vilja Samtök ferðaþjónustunnar koma á framfæri vonbrigðum sínum yfir þeim breytingum að færa vatnasvæði Héraðsvatna og þar með jökulsárnar í Skagafirði úr verndarflokki yfir í biðflokk. Jökulsárnar í Skagafirði eru gríðarlega mikilvægar fyrir ferðaþjónustu í Skagafirði og eru flúðasiglingar ein helsta undirstaða ferðaþjónustu á svæðinu. […]


Góð þjónusta – hvað þarf til? Menntamorgunn ferðaþjónustunnar 25. maí
Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og SAF boða til Menntamorguns ferðaþjónustunnar miðvikudaginn 25. maí nk. kl. 9.00. Á fundinum verður sjónum beint að þjálfun og fræðslu starfsfólks og þeirri spurningu svarað hvernig hún skapar ávinning fyrir fyrirtæki. Kynnt verður fjölbreytt fræðslu- og stuðningsefni sem nýst getur við þjálfun starfsfólks í ferðaþjónustu og hvaða leiðir er hægt að fara til […]


Hringferð SA 2022: Fyrirtækin okkar og framtíðin
Í maí funda Samtök atvinnulífsins með félagsmönnum samtakanna um allt land. Á fundunum verður rætt um efnahagsmálin, komandi kjaraviðræður og það sem helst brennur á forsvarsmönnum fyrirtækja. Fundirnir verða tvískiptir. Í fyrri hluta fundanna förum við yfir efnahagsmálin og fáum innlegg félagsmanna í komandi kjaraviðræður. Auk þess verður vinna fulltrúaráðs SA í aðdraganda kjarasamninga kynnt. […]


Gentle Giants á Húsavík er menntasproti atvinnulífsins 2022
Menntadagur atvinnulífsins fór fram með pomp og prakt í Hörpu í vikunni undir yfirskriftinni „Stafræn hæfni í íslensku menntakerfi og atvinnulífi“. Að deginum standa aðildarsamtök Samtaka atvinnulífsins, m.a. Samtök ferðaþjónustunnar. Á deginum eru Menntaverðlaun atvinnulífsins afhent og var virkilega ánægjulegt að Gentle Giants – Hvalaferðir á Húsavík, félagsmaður í SAF, hlaut Menntasprota ársins 2022. Samkaup […]


Menntadagur atvinnulífsins 2022
Menntadagur atvinnulífsins fer fram í Silfurbergi, Hörpu, mánudaginn 25. apríl frá kl. 9-12. Þetta er í níunda sinn sem menntadagurinn er haldinn. Yfirskrift dagsins að þessu sinni er stafræn hæfni í íslensku menntakerfi og atvinnulífi. Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá auk þess sem menntaverðlaun atvinnulífsins verða afhent. SKRÁNING FER FRAM HÉR. Dagskrá menntadagsins er eftirfarandi: 09.00 […]


Ársskýrsla SAF 2021
Í tengslum við aðalfund Samtaka ferðaþjónustunnar sem fram fór miðvikudaginn 23. mars var gefin út vegleg ársskýrsla fyrir árið 2021. Í skýrslunni er farið yfir liðið starfsár hjá SAF ásamt því að fjallað er ítarlega um ferðaþjónustuárið 2021 út frá efnahagslegum forsendum. Hlekkur: Ársskýrsla SAF 2021. Meðal efnis í ársskýrslunni: Ferðaþjónustuárið 2021 Innra starf SAF […]