Fjölsóttur Ferðaþjónustudagur í gær
Margt var um manninn á Ferðaþjónustudeginum 2024, sem haldinn var í Hörpu í gær í samstarfi Samtaka ferðaþjónustunnar, Ferðamálastofu, Umhverfisstofnunar, Vatnajökulsþjóðgarðs og Þingvallaþjóðgarðs. Umfjöllunarefnið brennur líka á mörgum nú um stundir, álagsstýring á fjölsóttum ferðamannastöðum. Hefja samtalið Á ráðstefnunni var sjónum beint að áskorunum og reynslu hér á landi sem erlendis og leitast við að […]
Ferðaþjónustudagurinn 2024 – miðasala í fullum gangi!
Ferðaþjónustudagurinn 2024 verður haldinn í Hörpu mánudaginn 7. október undir yfirskriftinni „Álagsstýring á fjölsóttum ferðamannastöðum“. Ráðstefnan fer fram í Silfurbergi og stendur á milli kl. 9.00 og 16.30. Að dagskrá lokinni er gestum boðið að þiggja léttar veitingar og styrkja tengslanetið. Samtök ferðaþjónustunnar standa að Ferðaþjónustudeginum 2024 í samstarfi við Ferðamálastofu, Umhverfisstofnun, Vatnajökulsþjóðgarð og Þingvallaþjóðgarð. […]
Ferðaþjónustan – stjórnmálin og sannleikurinn
Eitt af því sem einkennir atvinnugreinina ferðaþjónustu um heim allan, er hversu sýnileg hún er og alltumlykjandi. Heimamenn á áfangastöðum ferðamanna verða áþreifanlega varir við ferðaþjónustuna á hverjum degi, bæði jákvæðar hliðar hennar og neikvæðar. Þessi sýnileiki greinarinnar gerir hana að auðveldu skotmarki eða blóraböggli stjórnmálanna. Þannig er þekkt t.d. í Katalóníu og á Kanaríeyjum […]
Ferðaþjónustan – hvernig gengur?
Skilaboðin sem bárust frá erlendum mörkuðum íslenskrar ferðaþjónustu síðastliðinn vetur voru mjög skýr. Eftirspurn eftir ferðum til Íslands var að dragast verulega saman á meðan sala til annarra áfangastaða gekk með ágætum. Því duldist engum að það voru blikur á lofti í íslenskri ferðaþjónustu og á brattann að sækja. Helstu skýringar voru þá og eru […]
Félagsfundur um almyrkva og norðurljós
Miðvikudaginn 21. ágúst sl. bauð ferðaskrifstofunefnd SAF til opins félagsfundar. Málefni fundarins var almyrkvinn sem verður sjáanlegur frá Íslandi 12. ágúst 2026. Verður þetta í fyrsta sinn síðan árið 1954 sem almyrkvi sést á Íslandi og jafnframt fyrsti almyrkvinn sem sést frá Reykjavík síðan 17. júní 1433. Líklegt er að almyrkvinn eigi eftir að draga […]
Opið fyrir tilnefningar til Umhverfisverðlauna atvinnulífsins 2024
Samtök atvinnulífsins og aðildarsamtök óska eftir tilnefningum til Umhverfisverðlauna atvinnulífsins fyrir 12. september 2024. Verðlaunin verða veitt á Umhverfisdegi atvinnulífsins sem fer fram 22. október. Nánar um forsendur dómnefndar: • Veitt eru tvenn verðlaun; umhverfisfyrirtæki ársins og framtak ársins. • Dómnefnd velur úr tilnefningum en til að tilnefning teljist gild þurfa fyrirtæki að uppfylla sett […]