
Ferðamálastefna og aðgerðaáætlun til 2030 gefin út
Alþingi samþykkti í júní s.l. tillögu til þingsályktunar um ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til 2030. Ferðamálastefnan, og aðgerðaáætlun hennar, hefur nú verið gerð aðgengileg með sérstakri útgáfu sem kynnt var á fjölmennu útgáfuhófi hjá Samtökum ferðaþjónustunnar þann 14. desember 2024. Stefnan og aðgerðaáætlun var unnin í náinni samvinnu við atvinnulíf, grasrót og fagfólk úr ólíkum geirum, en um […]

Menntaverðlaun atvinnulífsins 2024
Menntaverðlaun atvinnulífsins verða afhent á Hilton Nordica þriðjudaginn 11. febrúar 2025. Óskað er eftir tilnefningum um fyrirtæki sem hafa staðið sig vel á sviði fræðslu- og menntamála. Fyrirtækjum er velkomið að tilnefna sig sjálf. Athugið að einungis má tilnefna skráð aðildarfélög í Samtökum atvinnulífsins. Tilnefningar berist eigi síðar en þriðjudaginn 28. janúar 2025. Verðlaun eru sem fyrr veitt […]

Viðtöl við forsvarsfólk stjórnmálaflokkanna um ferðaþjónustu
Hver er stefna stjórnmálaflokkanna um ferðaþjónustu? Samtök ferðaþjónustunnar tóku forsvarsfólk stjórnmálaflokkanna tali fyrir Alþingiskosningarnar 2024, um stefnu flokkanna og áherslur gagnvart framtíð ferðaþjónustu á Íslandi. Hægt er að horfa á öll viðtölin í spilunarlistanum hér að neðan, eða á Youtube rás SAF. Einnig er hægt að hlusta á viðtölin í hlaðvarpsformi, í Bakpokanum, hlaðvapi SAF Beinir tenglar á […]

Umræða á villigötum
Það er mikið umhugsunarefni nú í aðdraganda kosninga hvernig umræðan um útflutningsgreinar landsins hefur þróast. Því miður virðist hugmyndaflug frambjóðenda, þegar kemur að þessum mikilvægu greinum, einskorðast við tillögur að nýjum álögum og hækkanir á þeim sköttum og gjöldum sem fyrir eru. Í ljósi þess að skattahækkanir verða ekki í tómarúmi þá hefur skort umræðu […]

Staðreyndir um ferðaþjónustu og lífskjör
Af stjórnmálaumræðunni mætti ráða að ferðaþjónusta sé sérstök orsök margvíslegs vanda í samfélaginu og að það væri jákvætt fyrir almenning í landinu að minnka verðmætasköpun ferðaþjónustu, jafnvel með beinum aðgerðum. Það er hins vegar ekki rétt. Opinber gögn um framlag ferðaþjónustu til efnahagslífs og lífskjara á Íslandi sýna ótvírætt að Ferðaþjónusta býr til einn þriðja […]

Staðreyndir um ferðaþjónustu og verðbólgu
Af stjórnmálaumræðunni mætti ráða að ferðaþjónusta sé sérstök orsök verðbólgu í hagkerfinu umfram aðra áhrifaþætti. Það er hins vegar ekki rétt. Opinber gögn um verðbólguþróun og grunnstærðir ferðaþjónustu, annars vegar árið 2017 þegar verðbólga var 1,8% og árið 2023 þegar verðbólga var 8,8%, sýna að Fjöldi starfandi í ferðaþjónustu var sá sami 2023 og árið […]