
Mín framtíð 2023
Dagana 16. – 18. mars 2023 mun Verkiðn halda Mína framtíð – Íslandsmót iðn- og verkgreina og framhaldsskólakynningu í Laugardalshöllinni í samvinnu við mennta- og barnamálaráðuneytið, sveitarfélög og fagfélög iðn- og starfsgreina. Mín framtíð verður sett með pomp og prakt fimmtudaginn 16. mars kl. 8.30 – 9.10 í Laugardalshöll. Að lokinni opnunarhátíð hefst Íslandsmótið og […]


Bláa Lónið er Menntafyrirtæki ársins 2023
Menntaverðlaun atvinnulífsins voru veitt í dag fyrirtækjum sem skara fram úr í fræðslu- og menntamálum. Bláa lónið er Menntafyrirtæki ársins og Vaxtarsprotar OR hljóta Menntasprotann 2023. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og Anna Hrefna Ingimundardóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri SA afhentu verðlaunin á Menntadegi atvinnulífsins sem fram fór í Hörpu í dag. Bláa lónið er Menntafyrirtæki ársins 2023 […]


Öll rök Eflingar um ólögmæti miðlunartillögunnar hrakin í úrskurði Landsréttar.
Til áréttingar minna Samtök ferðaþjónustunnar á að úrskurður landsréttar mánudaginn 13. febrúar 2023 tekur af öll tvímæli um að miðlunartillaga ríkissáttasemjara er lögmæt að öllu leyti og að sáttasemjari hefur lögbundinn rétt til að láta fara fram atkvæðagreiðslu um hana og ákveða með hvaða hætti sú atkvæðagreiðsla fer fram. Ennfremur segja lög Eflingar beinlínis til […]


Aðalfundur SAF 2023 fer fram í Stykkishólmi 30. mars
Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar 2023 fer fram fimmtudaginn 30. mars á Fosshótel Stykkishólmi. Fagnefndarfundir fara fram sama dag. Dagskrá fundanna og nánari upplýsingar verða kynnt er nær dregur, en skráning á fundinn er hafin. Þá auglýsir kjörnefnd eftir framboðum í stjórn SAF fyrir starfsárin 2023 – 2025 ásamt því að opið er fyrir framboð í fagnefndir […]


Samtök ferðaþjónustunnar fordæma framkomu verkfallsvarða
Samtök ferðaþjónustunnar fordæma framkomu verkfallsvarða Eflingar við gesti og starfsfólk Íslandshótela síðustu daga. Það er eðlileg krafa að verkfallsvarsla fari fram með yfirveguðum hætti. Verkfallsverðir Eflingar hafa síðustu daga sýnt einbeittan vilja til að valda æsingi og uppsteyt að óþörfu á hótelum þar sem verkfall er í gildi. Þá hafa þau gengið á og sakað […]


Aðalfundur 2023: Kjörnefnd auglýsir eftir framboðum
Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar fer fram fimmtudaginn 30. mars 2023 á Fosshótel í Stykkishólmi. Samkvæmt lögum SAF skal stjórn samtakanna skipa kjörnefnd sem hefur það hlutverk að undirbúa og hafa yfirumsjón með stjórnarkjöri á aðalfundi samtakanna. Í kjörnefnd sitja: Eva María Þórarinsdóttir Lange, Pink Iceland Rannveig Grétarsdóttir, Elding hvalaskoðun Steingrímur Birgisson, Höldur bílaleiga Kjörnefnd auglýsir hér […]