
Ívar Ingimarsson, stofnandi og framkvæmdastjóri ferðaþjónustunnar Óseyri
[:IS] Ívar Ingimarsson heiti ég og er stofnandi og framkvæmdastjóri Ferðaþjónustunnar Óseyri á Egilsstöðum. Ég hef nú setið í stjórn SAF í eitt ár og hef haft mjög gaman af þeirri vinnu sem fer þar fram og hef áhuga á að starfa þar áfram fái ég til þess kosningu. Það eru sex ár síðan ég […]

Hendrik Berndsen, stjórnarformaður Hertz
[:IS] Ég býð fram starfskrafta mína til stjórnarsetu í SAF vegna áhuga míns og reynslu af störfum við ferðaþjónustu. Ferill minn innan greinarinnar hófst árið 2000 er ég fjárfesti ég ásamt félögum mínum í ALP bílaleigunni, sem í dag rekur Avis og Budget. Á árinu 2010 keyptum við svo Hertz á Íslandi og hef ég […]

Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé
[:IS] Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé, rekstrarstjóri sölu- og markaðssviðs Kynnisferða – Reykjavík Excursions Kæri félagsmaður í Samtökum ferðaþjónustunnar. Það er mikilvægt að verja hagsmuni íslenskrar ferðaþjónustu og ferðaþjónustufyrirtækja. Auk þess eiga fyrirtæki í ferðaþjónustu að einblína á fagmennsku og vinna náið saman. Þess vegna býð ég mig fram í stjórn SAF. Tölum saman einum rómi […]

Gunnar Rafn Birgisson, eigandi Atlantik ferðaskrifstofu
[:IS] Gunnar Rafn er menntaður viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og með MBA frá University of Minnesota. Hann hefur starfað í tengslum við ferðaþjónustuna í hartnær 28 ár. Fyrst hjá Útflutningsráði Íslands, þá Samvinnuferðum-Landsýn og undanfarin 19 ár hjá eigin fyrirtæki, Atlantik. Gunnar Rafn var meðal þeirra sem unnu við undirbúning að stofnun Samtaka ferðaþjonustunnar og hefur setið […]

Björg Dan Róbertsdóttir, framkvæmdastjóri TREX ehf.
[:IS] Ég býð mig hér með fram til stjórnarsetu í Samtökum ferðaþjónustunnar. Ég hef áhuga og metnað til að takast á við verkefnin sem að stjórn SAF stendur frammi fyrir enda mikil gróska í ferðþjónustunni en ekki síður miklar áskoranir framundan. Ég stunda nú diplómanám við Háskóla Íslands „Góðir stjórnarhættir – Viðurkenndir stjórnarmenn“ og mun […]

Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Gray Line Iceland
[:IS] Ágæti félagsmaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Ég hef unnið innan samtaka okkar um árabil, síðustu þrjú ár sem varaformaður. Þar hef ég lagt mig allan fram um að sinna málefnum ferðaþjónustunnar með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. Áhuginn á að halda áfram að vinna að velgengni samtakanna og atvinnugreinarinnar er mikill og framboð mitt í embætti formanns […]