
Brú að bættum lífskjörum
Laugardaginn 3. desember var skammtímakjarasamningur undirritaður milli SA og SGS. Markmið samningsins er að styðja við kaupmátt launafólks og brúa bil yfir í nýjan langtímasamning í anda Lífskjarasamningsins. Þar var áhersla lögð á að tryggja efnahagslega velsæld og aukna verðmætasköpun, bæta lífskjör og skapa skilyrði fyrir lækkun vaxta. Meginviðfangsefnið er að verja þann árangur sem […]


Vök Baths er handhafi Nýsköpunarverðlauna ferðaþjónustunnar árið 2022
Vök Baths er handhafi Nýsköpunarverðlauna ferðaþjónustunnar árið 2022, en Samtök ferðaþjónustunnar afhenda verðlaunin á afmælisdegi samtakanna, 11. nóvember ár hvert. Eliza Reid, forsetafrú, afhenti Vök Baths verðlaunin við hátíðlega athöfn í Hörpu í dag. SAF afhenda Nýsköpunarverðlaun fyrir athyglisverðar nýjungar og er markmiðið að hvetja fyrirtæki innan samtakanna til nýsköpunar. Verðlaununum er ætlað að hvetja […]


Getum við hætt að auglýsa?
Ör vöxtur íslenskrar ferðaþjónustu síðastliðinn áratug hefur skilað landsmönnum bættum lífskjörum, atvinnusköpun, jákvæðri byggðaþróun og fjölbreyttara efnahagslífi. Verðmætasköpun ferðaþjónustu hefur verið drifin áfram af fjölda ferðamanna fremur en auknum verðmætum á hvern ferðamann. Eftir tvö erfið ár í ferðaþjónustu hefur hagur atvinnugreinarinnar vænkast hratt og samhliða hefur efnahagur þjóðarbúsins rétt úr kútnum. Hins vegar hafa […]


Nýr upplýsinga- og fræðsluvefur fyrir starfsfólk í ferðaþjónustu
Hæfnisetur ferðaþjónustunnar hefur þróað nýtt verkfæri fyrir stjórnendur og starfsfólk í ferðaþjónustu. Um er að ræða upplýsinga- og fræðsluvefinn goodtoknow.is sem hefur það að markmiði að auðvelda framlínustarfsfólki að veita ferðamönnum góðar og gagnlegar upplýsingar. Vefurinn nýtist sérstaklega þeim, sem hafa ekki áður starfað í ferðaþjónustu. Á vefnum má finna ýmsar upplýsingar um áfangastaðinn Ísland, […]


Umsögn SAF til starfshóps um nýtingu vindorku
Þann 30. september s.l. sendu SAF umsögn til starfshóps sem hefur það hlutverk að skoða og gera tillögur til umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins um nýtingu vindorku, en starfshópurinn óskaði eftir sjónarmiðum hagsmunaaðila með bréfi 23. ágúst s.l. Þar segir m.a.: “Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar kemur fram að setja skuli sérstök lög um nýtingu vindorku með það […]


Umhverfisdagur atvinnulífsins 2022
Umhverfisdagur atvinnulífsins 2022 verður haldinn miðvikudaginn 5. október í Hörpu Norðurljósum kl. 09.00 – 10.30 undir yfirskriftinni Auðlind vex af auðlind. Húsið opnar kl. 08.30 með morgunhressingu. Dagskrá lýkur með Umhverfisverðlaunum atvinnulífsins sem Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands afhendir. Við tekur tengslamyndun og léttar veitingar fyrir fundargesti til kl. 11.00. Umhverfisverðlaun atvinnulífsins í ár verða […]