Nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar 2024 – þekkir þú fyrirtæki í nýsköpun?
Nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar eru afhent árlega fyrir athyglisverðar nýjungar í greininni og er markmiðið að hvetja fyrirtæki innan Samtaka ferðaþjónustunnar til nýsköpunar og vöruþróunar. Auk viðurkenningar hlýtur verðlaunahafi 300 þúsund kr. verðlaun. Meðal markmiða SAF er að nýsköpun og fagmennska innan greinarinnar tryggi arðsemi allt árið, enda byggi ferðaþjónustan á sterkri ímynd, gæðum, þekkingu og traustum […]
Fjölsóttur Ferðaþjónustudagur í gær
Margt var um manninn á Ferðaþjónustudeginum 2024, sem haldinn var í Hörpu í gær í samstarfi Samtaka ferðaþjónustunnar, Ferðamálastofu, Umhverfisstofnunar, Vatnajökulsþjóðgarðs og Þingvallaþjóðgarðs. Umfjöllunarefnið brennur líka á mörgum nú um stundir, álagsstýring á fjölsóttum ferðamannastöðum. Hefja samtalið Á ráðstefnunni var sjónum beint að áskorunum og reynslu hér á landi sem erlendis og leitast við að […]
Ferðaþjónustudagurinn 2024 – miðasala í fullum gangi!
Ferðaþjónustudagurinn 2024 verður haldinn í Hörpu mánudaginn 7. október undir yfirskriftinni „Álagsstýring á fjölsóttum ferðamannastöðum“. Ráðstefnan fer fram í Silfurbergi og stendur á milli kl. 9.00 og 16.30. Að dagskrá lokinni er gestum boðið að þiggja léttar veitingar og styrkja tengslanetið. Samtök ferðaþjónustunnar standa að Ferðaþjónustudeginum 2024 í samstarfi við Ferðamálastofu, Umhverfisstofnun, Vatnajökulsþjóðgarð og Þingvallaþjóðgarð. […]
Ferðaþjónustan – stjórnmálin og sannleikurinn
Eitt af því sem einkennir atvinnugreinina ferðaþjónustu um heim allan, er hversu sýnileg hún er og alltumlykjandi. Heimamenn á áfangastöðum ferðamanna verða áþreifanlega varir við ferðaþjónustuna á hverjum degi, bæði jákvæðar hliðar hennar og neikvæðar. Þessi sýnileiki greinarinnar gerir hana að auðveldu skotmarki eða blóraböggli stjórnmálanna. Þannig er þekkt t.d. í Katalóníu og á Kanaríeyjum […]
Ferðaþjónustan – hvernig gengur?
Skilaboðin sem bárust frá erlendum mörkuðum íslenskrar ferðaþjónustu síðastliðinn vetur voru mjög skýr. Eftirspurn eftir ferðum til Íslands var að dragast verulega saman á meðan sala til annarra áfangastaða gekk með ágætum. Því duldist engum að það voru blikur á lofti í íslenskri ferðaþjónustu og á brattann að sækja. Helstu skýringar voru þá og eru […]
Félagsfundur um almyrkva og norðurljós
Miðvikudaginn 21. ágúst sl. bauð ferðaskrifstofunefnd SAF til opins félagsfundar. Málefni fundarins var almyrkvinn sem verður sjáanlegur frá Íslandi 12. ágúst 2026. Verður þetta í fyrsta sinn síðan árið 1954 sem almyrkvi sést á Íslandi og jafnframt fyrsti almyrkvinn sem sést frá Reykjavík síðan 17. júní 1433. Líklegt er að almyrkvinn eigi eftir að draga […]