Hæfni er grunnur að gæðum – BEIN ÚTSENDING

Mánudaginn 20. maí kl. 10.00 – 13.00 fer fram kynning á skýrslu sem Hæfnisetur ferðaþjónustunnar hefur unnið í samstarfi við atvinnulíf og menntakerfi. Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir og mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir ávarpa fundinn. Skýrslan, Hæfni er grunnur að gæðum, er innlegg atvinnulífsins í mótun mennta- og hæfnistefnu fyrir ferðaþjónustu. Að loknum kynningum á skýrslunni gefst gestum tækifæri til þess að ræða efni skýrslunnar og koma ábendingum og athugasemdum á framfæri. Fundurinn fer fram í Húsi atvinnulífsins, Hyl.

DAGSKRÁ

10.00 Velkomin
María Guðmundsdóttir, fræðslustjóri SAF og formaður stjórnar Hæfnisetursins
Sveinn Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins

10.05 Ávarp
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra

10.15 Ávarp
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra

10.25 Kynning á niðurstöðum skýrslunnar
Haukur Harðarson, verkefnastjóri Hæfniseturs ferðaþjónustunnar

10.50 Þrepaskipt
Eyrún Valsdóttir, formaður stjórnar FA

11.00 Hagnýtt
Jakob Jakobsson, framkvæmdastjóri Jómfrúnni

11.10 Aðgengilegt
Ómar Kristinsson, sviðsstjóri VMA

11.20 Þrír stjórnendur segja frá reynslu sinni af verkefninu Fræðsla í ferðaþjónustu  

11.30 Hópavinna

12.05 Niðurstöður hópavinnu

12.15 Léttur hádegisverður

Fundarstjóri: Sveinn Aðalsteinsson

HÉR MÁ NÁLGAST SKÝRSLUNA: