Ingibjörg Ólafsdóttir nýr varaformaður SAF

Stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar hefur kjörið Ingibjörgu Ólafsdóttur varaformann samtakanna, en hún tekur við af Pétri Þ. Óskarssyni sem á dögunum var ráðinn framkvæmdastjóri Íslandsstofu.

Pétur hefur setið í stjórn SAF frá árinu 2017, en hann starfaði síðustu ár sem yfirmaður samskiptasviðs Icelandair Group.

Ingibjörg var kjörin í stjórn SAF á aðalfundi samtakanna vorið 2017. Hún hefur um langt árabil starfað á vettvangi ferðaþjónustunnar og er í dag hótelstjóri á Radisson Blu Hótel Sögu.

SAF óska Ingibjörgu til hamingju með embættið og Pétri velfarnaðar í nýju starfi hjá Íslandsstofu og hlakka til að starfa með þeim áfram að framgangi ferðaþjónustu á Íslandi.