ÍSLAND ALLT ÁRIÐ
Ísland allt árið – skýrslur fyrir markvissa stefnumótun í ferðaþjónustu
Hér að neðan er að finna skýrslur sem unnar hafa verið í tengslum við verkefnið Ísland allt árið. Ferðaþjónustuaðilar eru hvattir til að nýta skýrslurnar við almenna stefnumótun fyrir greinina.
Með verkefninu Ísland allt árið er verið að vinna að meginmarkmiðum ferðamála samkvæmt ferðamálaáætlun fyrir tímabilið 2011 til 2020, þ.e.a.s. að auka arðsemi greinarinnar með fjölgun ferðamanna þar sem sérstök áhersla er lögð á lágönn.
Framkvæmdaaðilar og verkefnisstjórn
Ísland allt árið er unnið sem samstarfsverkefni Samtaka ferðaþjónustunnar, Íslandsstofu, Icelandair, Iceland Express, Samtaka atvinnulífsins, Ferðamálastofu, Byggðastofnunar, Markaðsstofu ferðamála á Norðurlandi, Menninga- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Alþýðusambands Íslands og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Í upphafi verkefnisins var mynduð verkefnastjórn skipuð eftirfarandi aðilum:
■Erna Hauksdóttir, Samtökum ferðaþjónustunnar
■Jón Ásbergsson, Íslandsstofu
■Ólöf Ýrr Atladóttir, Ferðamálastofu
■Þorsteinn Ingi Sigfússon, Nýsköpunarmiðstöð Íslands
Verkefnastjórar verkefnisins eru þeir Hermann Ottósson, frá Íslandsstofu, og Karl Friðriksson, frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands.
Sjá niðurstöður netkönnunarinnar um tækifæri í heilsársþjónustu í heild sinni hér.
Sjá greiningarvinnu fyrir langtímastefnumótun, sérstöðu svæða – Klasa og tölfræði hér.
- Sjá niðurstöður netkönnunar fyrir höfuðborgarsvæðið hér.
- Sjá niðurstöður netkönnunar fyrir Vesturland hér.
- Sjá niðurstöður netkönnunar fyrir Vestfirði hér.
- Sjá niðurstöður netkönnunar fyrir Norðurland hér.
- Sjá niðurstöður netkönnunar fyrir Austurland hér.
- Sjá niðurstöður netkönnunar fyrir Reykjanes hér.
Sjá skýrslu um áhættuþætti á heimsvísu hér.
Sjá skýrslu um samkeppnisfærni í ferðaþjónustu á Íslandi hér.
Landaskýrslur
Samanburðarskýrsla – Ísland og hin löndin (Athugið að hægt er að smella á liði í efnisyfirlitinu og þá færist þú beint á þann lið aftar í skýrlsunni).