Kjörnefnd auglýsir eftir framboðum

Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar fer fram fimmtudaginn 14. mars á Fosshótel Húsavík.

Samkvæmt lögum SAF skal stjórn samtakanna skipa kjörnefnd sem hefur það hlutverk að undirbúa og hafa yfirumsjón með stjórnarkjöri á aðalfundi samtakanna.

Í kjörnefnd sitja:

Kjörnefnd auglýsir hér með eftir framboðum til stjórnar SAF fyrir starfsárin 2019 – 2021. Að þessu sinni verður ekki um formannskjör að ræða þar sem á síðasta aðalfundi SAF var formaður kjörinn til tveggja ára. Samkvæmt lögum SAF skal stjórnarkjöri þannig háttað að annað hvert ár skal kjósa formann og þrjá meðstjórnendur en hitt árið eru hinir þrír meðstjórnendurnir í kjöri. Að þessu sinni eru því 3 meðstjórnendur í kjöri.

  • Hægt er að senda framboð á netfangið saf@saf.is eða á kjörnefndarmenn beint, en netföng þeirra eru hér að ofan.

Samkvæmt lögum SAF ber kjörnefnd að tilkynna félagsmönnum tillögur sínar a.m.k. tveimur vikum fyrir aðalfund, en framboðsfrestur rennur út viku fyrir aðalfund, eða fimmtudaginn 7. mars nk.