Nemar í Land- og ferðamálafræði við HÍ heimsóttu SAF

Námsbraut í Land- og ferðamálafræði við Háskóla Íslands og  Samtök ferðaþjónustunnar standa saman að námskeiði í Starfsþróun í ferðaþjónustu sem kennt er í fimmta skipti vorið 2019. SAF auglýstu eftir fyrirtækjum til að taka nema í starfsþjálfun til að tengja saman fræðilega og hagnýta þekkingu og fengu  góð viðbrögð frá fyrirtækjum félagsmanna. Hver nemendi heimsótti tvö fyrirtæki innan SAF og var mikil ánægja meðal nemenda með heimsóknirnar.

Þá heimsóttu nemendurnir Hús atvinnulífsins ásamt kennara námskeiðsins; Rósbjörgu Jónsdóttur og fengu fræðslu um helstu starfsemi sem þar fer fram auk þess sem María Guðmundsdóttir, fræðslufulltrúi SAF kynnti starfsemi og fræðslumál á vegum samtakanna fyrir nemendum. Þá ræddu Vilborg Helga Júlíusdóttir, hagfræðingur SAF  og María við nemendur um hugsanleg rannsóknarverkefni í ritgerðum sem gætu komið að góðum notum í greininni.

SAF þakka eftirtöldum fyrirækjum fyrir góðar móttökur á nemum í ár:

Arctic Adventures, Bílaleiga Hertz, Elding hvalaskoðun, Go West, Katla Travel, Nordic Visitor, Icelandair Hotel Marina, Meet in Reykjavík og  Mountaineers.