Niðurstöður í stjórnarkjöri á aðalfundi SAF

Á aðalfundi Samtaka ferðaþjónustunnar sem fram fór á Húsavík fimmtudaginn 14. mars 2019 var kjörið í stjórn samtakanna til næstu tveggja ára.

Samkvæmt lögum SAF skal stjórnarkjöri þannig háttað að annað hvert ár skal kjósa formann og þrjá meðstjórnendur en hitt árið eru hinir þrír meðstjórnendurnir í kjöri. Stjórnarmaður sem kjörinn var til tveggja ára á síðasta aðalfundi hætti störfum á árinu, því voru 4 meðstjórnendur í kjöri á aðalfundinum. Þá var ekki um formannskjör að ræða á fundinum þar sem á síðasta aðalfundi var formaður kjörinn til tveggja ára.

Niðurstöður í stjórnarkjöri:

  1. Ingibjörg Ólafsdóttir hlaut 55.785 atkvæði eða 82,4%.
  2. Jakob Einar Jakobsson hlaut 55.020 atkvæði eða 81,3%.
  3. Ásdís Ýr Pétursdóttir hlaut 54.140 atkvæði eða 80,0%.
  4. Björn Ragnarsson hlaut 37.537 atkvæði eða 55,5%.

Aðrir frambjóðendur hlutu færri atkvæði.

Ingibjörg, Jakob Einar og Ásdís Ýr hlutu kjör til tveggja ára, en Björn til eins árs.

Greidd atkvæði: 68.826 eða 61% heildarfjölda atkvæða í SAF.