Nýtt námskeið á vegum SAF og Opna háskólans um starfsmannaráðningar

Á námskeiðinu verður farið yfir ráðningarferlið, frá því að óskin um nýjan starfsmann kemur upp og alveg þar til hann kemur sem nýliði til starfa hjá fyrirtækinu. Fjallað verður greiningu á hæfni, þekkingu og eiginleikum sem starfið krefst. Farið verður yfir hvernig hægt er að laða að hæfa umækjendur, hvaðan fáum við umsækjendur og hvernig berum við okkur að í ráðningarviðtalinu. Einnig verður farið í það hvernig ber að loka umsóknarferlinu, hvernig fyrsti vinnudagurinn er hjá nýráðnum einstaklingi, nýliðaþjálfun o.fl.

Við viljum benda félagsmönnum á landsbyggðinni á að tilvalið er að tengja námskeiðið vð aðalfund SAF sem haldinn verður næsta dag.

Sjá nánar hér.