Óskað eftir tilnefningum fyrir Ábyrgra ferðaþjónustu 2018

Íslenski ferðaklasinn og Festa sem framkvæmdaaðilar að hvatningaverkefninu um Ábyrga ferðaþjónustu óska eftir tilnefningum um fyrirmyndarfyrirtæki á því sviði árið 2018.

Sérstök verðlaun verða afhent á degi Ábyrgrar ferðaþjónustu sem fram fer í Veröld – húsi Vigdísar fimmtudaginn 6.desember kl 9.00. Verðlaunin afhendir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands sem jafnframt er verndari verkefnisins.

Horft er til þess í Ábyrgri ferðaþjónustu að fyrirtæki setji sér markmið í eftirfarandi flokkum:

  • Ganga vel um og virða náttúruna
  • Tryggja öryggi gesta okkar og koma fram við þá af háttvísi
  • Virða réttindi starfsfólks
  • Hafa jákvæð áhrif á nærsamfélagið

Ætlast er til að í rökstuðningi sé m.a leitast við að svara:

  1. Hefur fyrirtækið birt markmið um ábyrga ferðaþjónustu á vef sínum? (slóð)
  2. Getur þú gefið dæmi um markmið fyrirtækisins um að ganga vel um og virða náttúruna?
  3. Hvernig mælið þið öryggi ferðamanna og háttvísi í þeirra garð?
  4. Getur þú gefið dæmi um markmið fyrirtækisins um réttindi starfsfólks?
  5. Getur þú gefið dæmi um hvernig fyrirtækið hefur jákvæð áhrif á nærsamfélagið?

Tilnefningar óskast sendar á netfangið arni@icelandtourims.is fyrir miðnætti þann 30.nóvember 2018.