Raunfærnimat til styttingar náms á Háskólabrú Keilis

Haustið 2019 munu Fræðslusetrið Starfsmennt og Keilir bjóða raunfærnimat í nokkrum greinum Háskólabrúar í þriðja sinn. Þau sem standast raunfærnimatið geta stytt leiðina til lokaprófs af Háskólabrú Keilis eins og sagt er frá í þessum fróðleiksmola.

Ef þú ert 23 ára eða eldri, með samtals þriggja ára almenna starfsreynslu og hefur lokið að lágmarki 70 einingum úr framhaldsskóla gætirðu átt erindi í raunfærnimat. Komdu og kynntu þér málið! Kynningarfundur er áætlaður fimmtudaginn 10. október kl. 17:00 hjá Starfsmennt í Skipholti 50b, Reykjavík.

Hvað er Háskólabrú Keilis?
Háskólabrú Keilis býður upp á nám fyrir einstaklinga sem hafa ekki lokið stúdentsprófi og uppfylla nemendur að loknu náminu inntökuskilyrði í allar deildir Háskóla Íslands. Auk þess hafa útskrifaðir nemendur fengið inngöngu í nám í öðrum háskólum bæði hérlendis og erlendis. Nánari upplýsingar er að finna á www.keilir.net/haskolabru.