SAF auglýsa eftir lögfræðingi

Samtök ferðaþjónustunnar óska eftir að ráða lögfræðing í hálft starf. Starfið krefst frumkvæðis og hæfileika til að laga sig að fjölbreyttum og krefjandi verkefnum. Við bjóðum upp á lifandi vinnustað ásamt ríku tækifæri til að móta eigið starfsumhverfi.

Helstu verkefni:

 • Gerð umsagna um þingmál, reglugerðir og þingsályktunartillögur.
 • Samskipti við stjórnvöld og hagsmunaaðila.
 • Ýmis nefndastörf og þátttaka í starfshópum á verkefnasviði samtakanna.
 • Lögfræðileg ráðgjöf gagnvart framkvæmdastjóra, skrifstofu og stjórn samtakanna sem og aðildarfyrirtækjum þeirra.
 • Skýrsluskrif og önnur útgáfustarfsemi.
 • Aðstoð við greiningarvinnu tengda starfsumhverfi aðildarfyrirtækja.
 • Önnur tilfallandi dagleg skrifstofustörf og lögfræðitengd verkefni.

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Embættis- eða meistarapróf í lögfræði.
 • Reynsla af lögfræðistörfum.
 • Grunnþekking á rekstrarumhverfi fyrirtækja í atvinnurekstri.
 • Greiningarhæfileikar og geta til að setja sig hratt inn í ólík viðfangsefni.
 • Reynsla af störfum innan stjórnsýslunnar eða sambærilegum störfum er kostur.
 • Sérþekking á stjórnsýslurétti er kostur.
 • Afburða færni í mannlegum samskiptum.
 • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku.
 • Nákvæmni og sjálfstæði í vinnubrögðum.

Umsókn ásamt ferilskrá sendist á netfangið saf@saf.is

Umsóknarfrestur er til og með 27. september n.k.

Nánari upplýsingar veitir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, í síma 690-9414.