Samkeppnisréttaráætlun

Samtök ferðaþjónustunnar þjóna mikilvægum tilgangi fyrir félagsmenn sína sem sameiginlegur málsvari og öflugur vettvangur fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu og vilja stuðla að framförum í greininni.

Tilgangur og markmið samkeppnisréttaráætlunar SAF er að greina og draga úr samkeppnisréttarlegum áhættuþáttum og tryggja eins og kostur er að samtökin starfi í samræmi við samkeppnislög og góða viðskiptahætti.

Samkeppnislög eru nauðsynleg til að tryggja virka og heilbrigða samkeppni og koma í veg fyrir framgöngu fyrirtækja sem talin eru geta skaðað samkeppni og þar með hagsmuni neytenda. Þannig felast ríkir almannahagsmunir í að samkeppni sé virk á mörkuðum.

SAF leggja höfuðáherslu á að starfsemi samtakanna samræmis lögum í hvívetna og sé fagleg á allan hátt. Þau fyrirtæki og einstaklingar sem starfa á vettvangi SAF þurfa að vera meðvitaðir um skyldur sínar samkvæmt samkeppnislögum og er fræðsla gagnvart félagsmönnum mikilvægur þáttur í að tryggja það markmið.

 

Gögn sem snúa að bestu starfsháttum: